Saga - 2009, Page 46
tvíkynhneigðra og transfólks (e. transgender), og margra annarra. Það
að skrifa slíka sögu felur ekki í sér að við þurfum að setja fram ein-
hverja sérstaka tegund túlkunar — til dæmis að við þurfum að fram-
leiða sögu sem leitar uppi hrífandi og valdamiklar konur fortíðar.
Það þýðir einfaldlega að við þurfum að bjóða þessum hópum eitthvað
sem þá hefur oft skort — viðurkenningu á að þeir eigi sér líka sögu,
fortíð og frásagnir sem eru einhvers virði.
Til að sannfæra þá sagnfræðinga og sagnfræðinema sem þú nefnir
gæti verið hjálplegt að hugsa um skilin milli rannsóknar og túlkunar.
Allir góðir sagnfræðingar bera virðingu fyrir heimildum sínum, reyna
að meta þær á sanngjarnan og trúverðugan hátt og gera eins ná-
kvæma grein fyrir þeim og unnt er. Þegar kemur að rannsókn og
niðurstöðum þá er enginn munur á sagnfræðingum sem halda því
fram að þeir hafi hlutlaust sjónarhorn hins alsjáandi auga og sagn -
fræðingum sem vinna verk sín undir greinilegri pólitískum áhrifum.
Það er tvennt sem greinir okkur að: Spurningarnar sem við förum
með inn í rannsókn okkar (eru það hefðbundnar spurningar sagn -
fræðinnar eða spurningar sveigðar að málefnum samtímans?) og
kröfurnar sem við gerum til sagnfræði okkar (krefjumst við þess að
hún sé sannleikur eða viðurkennum við að óhjákvæmilega talar hún
frá ákveðnu sjónarhorni?).
eitt að lokum: Í History Matters greina sumir lesendur meiri trega
og söknuð eftir femínisma áttunda áratugarins en ég ætlaði mér
nokkru sinni. Vissulega óska ég þess að við gætum náð aftur ein-
hverju af hinni femínísku reiði þessara daga, en mig langar ekki til
að endurheimta þennan femínisma sem slíkan. Við höfum lært mikið
þessa síðustu fjóra áratugi og eins og ég segi í bókinni (en greinilega
ekki með nógu skýrum hætti), þá er heilmargt í femínisma áttunda
áratugarins sem mér finnst núna sársaukafullt, vandræðalegt og alls
ekki aðdáunarvert. Margt af því virðist mér núna um of litað eðlishyggju,
of ákaft í alhæfingum, of tilbúið til þess að líta fram hjá þætti kvenna
í eigin kúgun, of mikið skeytingarleysi gagnvart mismun milli kvenna,
og almenn þröngsýni í viðhorfum.12
EHH: Ættu sagnfræðingar almennt að vera pólitískari í skrifum sínum og
gagnrýni á samfélagið sem þeir búa í (sbr. röksemdafærslu Joan W. Scott í
grein í nýlegri bók um sagnfræði, Manifestos for history)?13
erla hulda halldórsdóttir46
12 Sjá einnig um þetta í Journal of Women’s History, 20:2 (2008), bls. 130–154.
13 Joan W. Scott, „History-writing as critique“, Manifestos for History. Ritstj. keith
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 46