Saga - 2009, Page 49
kynjasögu hinni almennu sögu, eins og rætt var í pallborðinu sem
þú nefndir. yvonne Svanström16 sagði að við vildum ekki fullkomna
samþættingu vegna þess að þá yrðum við innlimaðar. Ég er sam-
mála: Þarna er undirliggjandi spenna og spenna er ekki slæm. Þetta
er skapandi spenna fyrir femínista innan háskólasamfélagsins. Þú
vilt vera í innsta hring háskólasamfélagsins en um leið standa eilítið
fjarri og vera gagnrýnin á það. Ég held það sé af hinu góða.
EHH: Já, við fundum þessa spennu mjög greinilega í pallborðinu. En þetta
snýst ekki bara um kvennasögu innan sagnfræði almennt heldur einnig
stöðu kvennasögunnar innan kynjafræðanna. Það lítur út fyrir að í sumum
löndum sé saga kvenna ekki hluti af kynjafræði. Eigum við að fara inn í
kynjafræðin og gera sögu kvenna sýnilegri?
JB: Í kynjafræðideildum er sterk tilfinning fyrir mikilvægi málefna
samtímans: Sjónum er beint að launamun kynjanna í dag, heimilis-
ofbeldi, því hvernig drengir og stúlkur eru alin upp, umfangi heim-
ilisstarfa sem karlar inna af hendi o.s.frv. Þessi aðkallandi femínísku
málefni hafa orðið hvati fyrir fræðimenn og kennara á sviði kynja -
f ræða til að einblína á heiminn í dag. Gott og vel, en það er mikil-
vægt fyrir femíníska sagnfræðinga að minna samtímasinnaða koll-
ega okkar í kynjafræðinni á mikilvægi sagnfræði. Hvers vegna er
sagn fræði mikilvæg í kynjafræði? Sagnfræðin ein getur fært okkur
lang tíma sjónarhorn á femínísk málefni, og þetta sjónarhorn er
nauðsynlegt til þess að finna lausnir á þeim vandamálum sem við
stöndum frammi fyrir.
Snúum okkur nú að seinna umræðuefni þínu, kvennasögu innan
sagnfræðideilda. Háskólasamfélagið er gömul og gamaldags stofnun
sem erfitt er að breyta. Það hversu mikið átak þarf til að boða breyt-
ingar fer eftir því hvernig háskólarnir eru byggðir upp í ýmiss konar
þjóðlegu samhengi og einnig eftir staðsetningu þeirra (í Bretlandi
hefur til að mynda verið hvað erfiðast að ná fram breytingum í elstu
háskólunum). Fjöldi og fjölbreytni háskóla skiptir líka máli. Í Banda -
ríkjunum erum við heppin með okkar hundruð háskóla. Sumir banda-
rískir háskólar eru stórir, sumir litlir. Sumir eru trúarlegir, aðrir ekki;
sumir eru einkaskólar en aðrir eru ríkisreknir. Það er því mikil fjölbreytni.
Þetta hefur hjálpað, því þótt sumir háskólar sýni andstöðu eru aðrir
sagnfræðin, femínisminn og feðraveldið 49
16 yvonne Svanström er sænskur kvenna- og kynjasögufræðingur, lektor við
Stokkhólmsháskóla. Hún var einn frummælenda í áðurnefndu pallborði, sjá
tilv. 15.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 49