Saga - 2009, Blaðsíða 50
opnari og þegar breyting hefst — þá breiðist hún út. enginn ætti að
furða sig á að sagnfræðideildir veiti kvennasögu viðnám því femín-
ísk saga er ögrandi. Það er óþægilegt að vera beðin um að skoða sögu
á annan hátt og að viðurkenna að saga er ekki sannleikur, að saga sé
túlkun sagnfræðingsins. Það er líka óþægilegt, eins og þú nefndir
áður, að viðurkenna að sagnfræði hefur pólitíska þýðingu. Nítjándu
aldar englendingur sagði eitt sinni: „Guð getur ekki breytt sögunni,
en sagnfræðingar geta það.“ Alveg rétt! Annars vegar hefur saga átt
sér stað og jafnvel Guð getur ekki breytt því. Ég er hikandi við að
nota íslenskt dæmi því ég hef takmarkaða reynslu af landinu, en ég
læt vaða; það gerðist líklega í alvöru að hús Njáls í Njáls sögu var
brennt. Það er staðreynd sem jafnvel Guð fær ekki breytt. Hins vegar
geta sagnfræðingar túlkað þessa staðreynd á ótal vegu. Þeir geta sagt
margar réttmætar sögur út frá þeim staðreyndum sem eru til staðar.
Sumar þessar sögur eru femínískar.
EHH: Þegar við rannsökum og skrifum sögu stöndum við alltaf frammi
fyrir stórsögum (e. master narratives) sem á einn eða annan hátt hafa áhrif
á rannsóknir okkar og skrif. Kvennasögufræðingar hafa skorað þessar karl-
lægu ríkjandi stórsögur á hólm, oft án árangurs. Hvernig getum við forðast,
eða ættum við að forðast, stórsögur? Getum við einhvern veginn náð stjórn
á stórsögum?
JB: Stórsögur hafa átt undir högg að sækja allra síðustu áratugi. Á
sjöunda og áttunda áratugnum voru stórsögurnar afhjúpaðar þannig
að allir gátu séð fordómana og útilokunina sem þær fólu í sér, t.d. að
stórsagan sem prófessor X framreiddi var raunverulega stórsaga um
fólk eins og hann, þ.e. ríka, vel menntaða forréttindakarla. Það varð
einnig ljóst að sú framfarahugmynd sem réð ríkjum í stórsögunum
(e. whiggishness of master narratives) — þ.e. að þær náðu hámarki í
samtíma sínum, besta skeiði sögunnar fram að því — var óhóflega
bjartsýn. Á níunda áratugnum urðu stórsögurnar líka óæskilegar í
póstmódernískum heimi þar sem rof og ósamfella var meira metin
en villandi, slétt og felld saga. en stórsögurnar lifðu þessar árásir af
og ég held að það segi okkur eitthvað: Að stórsögur séu enn til vegna
þess að þær segja góðar sögur; þær gera fortíðina skiljanlega; þær
eru áhrifamiklar. Þess vegna segi ég já, ég tel að við eigum að ná
stjórn á stórsögunum.17 Við það að skrifa bækur mínar í almennri
miðaldasögu hef ég komist að raun um, mér til nokkurrar furðu, að
erla hulda halldórsdóttir50
17 Hér leikur Bennett sér að enskri tungu og segir: „So, yes, I think we should
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 50