Saga - 2009, Blaðsíða 53
tökum á faginu. Þá má nefna atriði eins og sýnileika; í breskum og
bandarískum unglingaskólum er lítið kennt af miðaldasögu þannig
að nemendur komast ekki í kynni við hana að neinu verulegu leyti.
og enn annar þáttur er sagnfræðin sjálf. eins og ég nefndi í fyrir-
lestri mínum beinist öll sagnfræði — ekki bara kvennasaga — mjög
í átt til síðustu hundrað ára eða svo.
ef öll sagnfræði hefur þessa nútímaslagsíðu er það vandamál
allra sagnfræðinga. en það sem veldur mér raunverulegum áhyggjum
er hvaða þýðingu það hefur fyrir kvennasögu og þar með femíníska
kenningu. Hvers vegna skiptir það máli? Það skiptir máli vegna þess
að án skilnings á fjarlægri fortíð er kynjafræði, femínísk fræðimennska,
femínísk kenning, fátæklegri. Femínistar verða að skilja fortíðina til
þess að geta hugsað um framtíðina. ef „fortíðin“ hefst ekki fyrr en
með kvenfrelsishreyfingunni verður sjónarhorn okkar stýft og ófull-
nægjandi í því verkefni að byggja betri heim fyrir konur og karla.
EHH: Í samtali okkar höfum við notað hugtökin kvennasaga, femínísk saga
og kynjasaga á víxl. Sumir fræðimenn eru viðkvæmir fyrir víxlnotkun á
borð við þessa af því hugtökin hafa ekki sömu þýðingu, og í hugum margra
endurspegla þau að auki þróunina (og deilurnar) sem hefur orðið á sviði
kvennasögu, kynjasögu og femínískrar sögu.19 Sjálfri finnst mér ekki auðvelt
að staðsetja mig; skilgreini mig þó oftast sem femínískan sagnfræðing en
einnig sem kvennasögufræðing og jafnvel kynjasögufræðing. Viltu skýra
stuttlega fyrir okkur hvernig þú skilgreinir og notar þessi hugtök? Og er
það nauðsynlegt fyrir okkur að staðsetja okkur sem kvenna-, kynja-, eða
femíníska? Eða getum við verið sitt lítið af hverju?
JB: Þetta eru flókin viðfangsefni. Ég kýs að sjá þá sagnfræði sem ég
stunda þannig að hún feli í sér allar stefnurnar þrjár, þ.e. hún beinir
sjónum að konum (kvennasaga); hún tekur eftir menningarbundnum
merkingum og orðræðum (kynjasaga); og hún fæst við femínískar
spurningar (femínísk saga). en öll hugtökin þrjú eru þrungin sundr-
andi og ruglandi deilum. Í Bandaríkjunum er til dæmis í senn litið
sagnfræðin, femínisminn og feðraveldið 53
19 Auk umfjöllunar Judith M. Bennett sjálfrar í History Matters má benda á bráðgóða
umfjöllun Sue Morgan, „Introduction“, The Feminist History Reader, bls. 1–48.
einnig June Purvis, „From ,Women Worthies’ to Poststructuralism? Debate and
Controversy in Women’s History in Britain“, Women’s History: Britain 1850–1945.
An Introduction. Ritstj. June Purvis (London: Routledge, epr. 2002), bls. 1–22.
og að sjálfsögðu klassíker Joan W. Scott, „Gender: A Useful Category of Historical
Analysis“, Gender and the Politics of History (New york: Columbia University
Press 1988), bls. 28–50.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 53