Saga - 2009, Page 54
á „kynjasögu“ sem framsæknari en kvennasögu (fyrir áhrif Joan Scott
hefur hún orðið margbrotnari í rannsóknum á menningu og merk-
ingum) og sem ófemínískari (margar sagnfræðideildir og háskólar
sem vilja ekkert með kvennasögu eða kvenna fræði hafa taka fagn-
andi kynjasögu og kynjafræðum). Ég kýs að sneiða hjá þessum deilum
með því að tileinka mér hugtakið „kvenna- og kynjasaga“ sem felur
þetta allt í sér. Hvað „femíníska sögu“ varðar, jafnvel þótt kvenna-
og kynjasaga sé sannarlega stundum ófemínísk (e. a-feminist) og jafn-
vel and-femínísk, þá vil ég leggja upp með þá hugmynd að allir
kvenna- og kynjasögufræðingar séu líka femínískir sagn fræð ingar.
Í stuttu máli — líkt og þú þekki ég þessar aðgreiningar og ég þekki
vandamálin sem fylgja sögu þeirra, en mér finnst gagnlegra að sleppa
því sem skilur að í stað þess að dveljast þar.
EHH: Að lokum: Framtíð kvennasögu. Í bókinni þinni vísarðu til gamallar
greinar Joan W. Scott, „Women’s History“, þar sem þú segir að „besta
leiðin fram á við“ sé að rannsaka „bæði mótun kyngervis og reynslu
kvenna“.20 Getum við þannig fundið jafnvægi kenningar og framkvæmdar?
Getum við gert hvort tveggja? Og hvað um reynsluhugtakið, getum við
notað það án þess að vera sakaðar um að alhæfa um allar konur?
JB: Já, já og já. en einn fyrirvari: Ég er ekki hrædd við að alhæfa (e. ge-
neralizing) um konur — eða annað. Við ættum ekki að algilda (e. uni-
versalize), þ.e. ímynda okkur að allar konur séu eins. en við getum
og ættum, um leið og við viðurkennum mismuninn, að setja fram
almennar fullyrðingar um konur — það er leiðin til að opna fyrir
mögulegan samanburð og sjá það sem er sameiginlegt. ef við gætum
þetta ekki væri enginn femínismi, engin kvennasaga, engin kynja-
saga. Með öðrum orðum, við alhæfum öllum stundum; í stað þess
að forðast það ættum við að gera það heiðarlega, gætilega og með
athyglina í lagi.
erla hulda halldórsdóttir54
20 Judith M. Bennett, History Matters, bls. 25. — Þessi grein Joan W. Scott er í greina-
safni hennar Gender and the Politics of History, bls. 15–27.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 54