Saga - 2009, Page 61
Landráðáhundadögum?
Á seinni hluta átjándu aldar urðu tvær víðkunnar byltingar á Vestur -
löndum. Árið 1776 sögðu forystumenn bresku nýlendnanna vestan -
hafs sig úr lögum við Bretakonung og stofnuðu Bandaríki Norður-
Ameríku, og í Frakklandi varð stjórnarbylting árið 1789. Blóð rann
en uppreisnarliðið náði völdum; fjórum árum síðar voru Loðvík XVI
og drottningin Marie Antoinette dæmd fyrir landráð og hálshöggvin
með fallöxi.
ekki heppnuðust þó allar byltingar eða stjórnarbætur. Á seinni
hluta átjándu aldar komst hinn þýskættaði Johann Struensee til áhrifa
við hirð kristjáns VII Danakonungs. Hann stóð fyrir ýmsum um-
bótum í anda upplýsingarinnar en eignaðist marga óvini og að því kom
að þeir lögðu til atlögu gegn honum, með stuðningi konungs. Vorið
1772 voru Struensee og félagi hans, Brandt greifi, fundnir sekir um
landráð og teknir af lífi samkvæmt laganna hljóðan. Fyrst hjó böðull
því hægri hönd þeirra frá búknum og síðan höfuðið. eftir það voru
limlestir líkamarnir lagðir á hjól og steglur en höfuð og hendur fest
á stjaka, öllum til sýnis.20
Þannig fór fyrir dæmdum landráðamönnum í Danaveldi og sum-
arið 1809, þegar Napóleonsstyrjaldir geisuðu, voru þeir eflaust til á
Íslandi sem mundu hin döpru örlög Struensees. Seint í júní það ár
tóku félagarnir Jörgen Jörgensen — Jörundur hundadagakonungur
— og breski sápukaupmaðurinn Samuel Phelps sér alræðisvald í
landinu, handtóku stiftamtmanninn Trampe greifa og virtust geta
ráðið því sem þeir vildu, með vitund og vilja Breta að því er ætla
mátti. Daninn Jörgensen hafði greinilega framið landráð í skilningi
laga og hvernig áttu embættismenn konungs á Íslandi að bregðast
við? konungi höfðu þeir heitið trúnaði en laun og lífsviðurværi
myndu þeir aðeins fá frá hinum nýja valdhafa. Bretar réðu auk þess
ríkjum á úthafinu og Jörgensen boðaði nýtt og betra stjórnarfar eftir
forskrift úr amerísku og frönsku byltingunum (þó að hann lýsti sig
um síðir einvald til bráðabirgða).21
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ 61
20 Sjá t.d. Vef. „Johann Friedrich Struensee“, http://www.danskekonger.dk/biog-
rafi/andre/struensee.html.
21 Um atburði sumarsins 1809 sjá einkum Anna Agnarsdóttir, „Aldahvörf og um-
brotatímar“, Saga Íslands IX. Ritstj. Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Sögufélag 2008), bls. 5–161, og
Helgi P. Briem, Sjálfstæði Íslands 1809 (Reykjavík: e. P. Briem 1936).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 61