Saga - 2009, Page 63
kannski ýkti sýslumaðurinn eigin baráttuhug en hefði eitthvað
í þessa veru gerst gátu árásarmenn sagt sér að þeir ættu líf sitt undir
því að hafa sigur. Jörgensen hafði þegar gefið út þau lög að dauðadómur
lægi við því „að spilla almenningsfriði og virðingu hans“. Með öðrum
orðum hefðu mennirnir dæmst sekir um landráð gegn „Alls Íslands
verndara“, eins og Jörgensen kallaði sig þegar leið á sumarið. Þeir
Íslendingar sem töldu hann argasta landráðamann stóðu því frammi
fyrir erfiðri spurningu: Hvort ætti að berjast við andstæðinginn þó
að við ofurefli virtist að etja eða láta vera að hætta lífi sínu, vinna
með óvininum og vona að úr rættist síðar meir?
Vandi þeirra leystist af sjálfu sér í ágúst 1809 þegar kafteinn á
bresku herskipi kom til landsins og batt enda á valdatíð Jörgensens
og Phelps á Íslandi með því að skipa þeim á brott og endurreisa stjórn
Danakonungs. Þeir embættismenn sem höfðu annaðhvort stutt
Jörgensen eða látið vera að mótmæla honum virtust hins vegar í
vanda staddir. Þeirra á meðal var Magnús Stephensen dómstjóri sem
fór ásamt Stefáni bróður sínum með yfirstjórn landsins fyrst eftir
brottför Phelps og Jörgensens. Magnús varði gjörðir sínar þetta sögu-
lega sumar með því að benda meðal annars á að þegar hann dvaldi
í kaupmannahöfn veturinn 1807—1808 hefði konungur sagt sér að legðu
englendingar Ísland undir sig í ófriðnum en hreyfðu ekki við lands-
lögum, ætti hann að sitja kyrr í embætti og reyna að viðhalda friði
og reglu.26
Þessi réttlæting stóðst þó varla, sé mið tekið af því að Jörgensen
ætlaði sér í raun að umbylta stjórnskipun Íslands. Sumir embættismenn
vissu líka upp á sig sökina um leið og honum hafði verið steypt af
stóli. Benedikt Gröndal yfirdómari, sem hafði orðið við beiðni
Jörgensens og gerst stiftamtmaður í stað Trampes greifa, óttaðist
þannig að verða dæmdur fyrir landráð. Sagt var að hann hefði verið
svo þjakaður af þunglyndi „að gekk sturlun næst“, enda voru áhyggjur
hans ekki út í hött.27 Benedikt var vel lesinn í lögum Danaveldis og
ef til vill voru honum í fersku minni landráðadómar fyrir heiguls-
hátt, njósnir og aðra aðstoð við Breta í kjölfar árásar þeirra á kaup -
mannahöfn árið 1807.28
Haustið 1809 var atburðum sumarsins á Íslandi vissulega lýst
sem valdaráni — usurpation — í opinberum skýrslum danskra stjórn-
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ 63
26 Anna Agnarsdóttir, „Aldahvörf og umbrotatímar“, bls. 71.
27 Helgi P. Briem, Sjálfstæði Íslands 1809, bls. 236–237.
28 Ditlev Tamm, „Majestætsforbrydelsen i Danske Lov“, bls. 669–671.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 63