Saga - 2009, Page 64
valda.29 Þrátt fyrir það var enginn ákærður fyrir landráð og menn
sátu áfram í sínum embættum. Ráðamenn í Danmörku sýndu því
skilning að úr vöndu hafði verið að ráða fyrir embættismenn kon-
ungs á Íslandi og þar að auki töldu víst margir ytra að valdatíð Jörgens
Jörgensens hefði fyrst og fremst verið hjákátleg „fíflalæti“.30 og fyrir
slíkt gilda ekki lög um landráð. Þá er ljóst að refsigleði valdhafanna
fór að öllu jöfnu minnkandi þegar komið var fram á nítjándu öld. Sú
siðbót sýndi sig vel í nýjum hegningarlögum sem tóku gildi upp úr
miðri öldinni.31
„Vekimaðuruppreisneðagjörisamsæri“
Árið 1838 urðu þau kaflaskipti í íslenskri réttarsögu að ákvæði Dönsku
laga um sakamál, auk annarra danskra lagaboða í refsirétti, voru lög-
fest á Íslandi með einni tilskipun.32 Nánast um leið og einveldi
Danakonungs var hnekkt ytra fimm árum síðar og þingbundinni
konungsstjórn komið á í Danmörku voru lögð drög að endurskoðun
dönsku refsilöggjafarinnar. Árið 1859 var birt frumvarp til laga um ný
hegningarlög og sást þá að refsingar skyldu allar verða mun vægari
en áður, jafnvel þótt landráð væru annars vegar. einnig var gerður
skýr greinarmunur á brotum gegn ytra öryggi ríkisins og árásum á kon-
ungsfjölskylduna. Hugtakið drottinsvik — majestetsforbrydelse —
hvarf að mestu úr lögunum en líflát skyldi þó enn liggja við verstu
glæpum; banatilræði við konung og hans fólk eða þeim áformum að
vinna hluta ríkisins undan danskri stjórn.33
Árið 1866 tóku ný hegningarlög svo gildi í Danmörku. Í IX.–XI.
kafla þeirra var fjallað um brot gegn „ytra öryggi ríkisins og sjálfstæði“,
stjórnskipan ríkisins og konungi og fjölskyldu hans, og svipaði viður-
lögum mjög til þess sem lagt hafði verið til í frumvarpinu frá 1859.34
eftir gildistöku laganna var stiftamtmanni og dómurum landsyfir-
guðni th. jóhannesson64
29 Anna Agnarsdóttir, „Aldahvörf og umbrotatímar“, bls. 59.
30 Helgi P. Briem, Sjálfstæði Íslands 1809, bls. 514.
31 Sjá t.d. Davíð Þór Björgvinsson, „Refsilöggjöf og réttarfar í sakamálum“, Upp -
lýsingin á Íslandi. Tíu ritgerðir. Ritstj. Ingi Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 1990), bls. 61–91.
32 Lovsamling for Island XI (kaupmannahöfn 1863) bls. 160–171.
33 Motiver til det foreløbige Udkast til Lov om Forbrydelser (kaupmannahöfn: J. H.
Schultz 1859), bls. 7–8.
34 Sjá eyvind olrik, Almindelig borgerlig straffelov af 10. februar 1866. Med henvis-
ninger og domsoversigter (kaupmannahöfn: Gad 1902), bls. 63–74.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 64