Saga - 2009, Page 66
þátt í þvílíkri uppreisn skal sæta hegningarvinnu ekki skemur en
þrjú ár.
Síðan var því lýst hvaða refsingar lægju við því að gera hinu danska
ríki til miska eða tjóns að öðru leyti, aðstoða óvininn þegar ófriður
geisaði, gerast liðhlaupi eða hvetja til uppgjafar, ljóstra uppi um leyni-
lega samninga eða ráðagerðir og falsa eða eyðileggja mikilvæg skjöl
(greinar 73–82). Í næstu tveimur greinum var vikið að brotum gegn
vinaþjóðum og fulltrúum þeirra: Dauðadómur eða ævilöng hegn-
ingarvinna lægi við því að sýna þjóðhöfðingja vinaþjóðar banatilræði
og fangelsi eða fésektir við því að „lasta og smána þá sem ríkjum
ráða [í vinveittum löndum] í prentuðum ritum eða drótta að þeim
ranglátum og skammarlegum athöfnum án þess að tilgreina heim-
ildarmann“. Í 85. og síðustu grein IX. kafla sagði svo að fyrir utan
banatilræði og árásir á útlenda þjóðhöfðingja skyldu mál vegna afbrota
sem nefnd voru í greinum 83 og 84 ekki höfðuð „nema stjórn sú eða
sendiherra sem í hlut á krefjist þess og sé svo, þá að boði dóms-
málastjórnarinnar“.38
X. kafli bar heitið „Afbrot gegn stjórnarskipuninni“ og fjallaði í
þremur greinum (86.–88. grein) um refsingar við því að hindra Alþingi
í störfum sínum, blása til uppreisnar eða „svipta konunginn lífi, frelsi
eða konungdómi“. Í XI. kafla, „Afbrot gegn konungi og ættingjum
konungs o.fl.“ (89.–98. grein) var sumt svo endurtekið úr fyrri köfl-
unum tveimur en meðal annars bætt við refsingum gegn því að menn
„vaði … upp á konunginn með hótunum, illyrðum eða annarri sví -
virðing eða ávarpi hann á annan hátt sem honum er misgjörð í“ (90.
grein).39
„Uppreisn“eða„viðreisn“?
Þess var ekki langt að bíða að reynt yrði á landráðakafla hegningar-
laganna. Sumarið 1869, um sama leyti og þau tóku gildi, kynntu
dönsk stjórnvöld frumvarp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi. Það
olli miklum vonbrigðum á Íslandi og meðal þeirra sem fundu því
hvað mest til foráttu var Jón Ólafsson, kornungur ritstjóri blaðsins
Baldurs. Hann orti strax skammarkvæði en birti það þó ekki fyrr en
í mars árið eftir. Íslendingabragur hans var í þremur erindum og
saminn við Massilíubrag (byltingarlagið La Marseillaise, þjóðsöng
guðni th. jóhannesson66
38 Lovsamling for Island XX, bls. 194–198. Sjá einnig Þórður Sveinsson, „Hegningarlögin
1869“. Úlfljótur 54:4 (2001), bls. 617–635.
39 Lovsamling for Island XX, bls. 198–200.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 66