Saga - 2009, Side 67
Frakka). „Níðingsvaldið“ hrjáði Íslendinga, sagði meðal annars í
fyrsta erindi sem lauk með ákalli til þjóðarinnar: „Án vopna viðnám
enn, þó veitum frjálsir menn! og ristum Dönum naprast níð, sem
nokkur þekki tíð!“ Í lokaerindinu var því einnig lýst að Íslendingar
lytu „lyddanna valdi“ en „von um uppreisn oss heitt brenni í æðum“.
orðalagið er krassandi en miðhluti bragsins hefur þó helst fest í minni
landsmanna. Hann hefst á þessum orðum:
en þeir fólar sem frelsi vort svíkja
og flýja’ í lið með níðingafans,
sem af útlendum upphefð sér sníkja,
eru svívirða og pest föðurlands.40
Uppi varð fótur og fit þegar bragurinn birtist. Landsmenn áttu því
ekki að venjast að svo fast væri kveðið að orði um Dani og valda-
stéttina. Hilmar Finsen stiftamtmaður hafði enda hraðar hendur og
lét höfða opinbert sakamál á hendur Jóni, meðal annars fyrir drottinsvik,
hvatningu til uppreisnar og smánarorð um konunginn. Í undirrétti var
Jón sýknaður af hinum alvarlegri ákærum en sektaður um 50 ríkis-
dali fyrir ákveðin orð í brag sínum sem yrðu „að skoðast sem næsta
ótilhlýðileg og sem brot á móti þeirri lotningu, er ber að sýna hinum
einvalda konungi vorum“.41 Jón og Finsen áfrýjuðu dóminum báðir
og kom þá til kasta Þórðar Jónassonar, háyfirdómara í landsyfirrétt-
inum.
Í ákæru sinni hafði Hilmar Finsen ekki vitnað í hin nýju hegn-
ingarlög heldur 5. og 6. grein laga um prentfrelsi sem tóku gildi hér
á landi samkvæmt tilskipun árið 1855. Í þeirri fyrri var kveðið á um
útlegð eða ríkisfangelsi (alla ævi ef sakir voru miklar) ef menn réðu
til uppreisnar gegn konungi og stjórnskipan ríkisins, og í þeirri seinni
var þriggja mánaða til tveggja ára fangelsi lagt við því að fara „smán-
andi“ eða „meiðandi“ orðum um konung.42 Háyfirdómari lagði mat
á málið með hliðsjón af þessum ákvæðum en fannst sér hins vegar
skylt að rannsaka líka hvort Jón verðskuldaði þá refsingu sem mælt
væri fyrir um í hegningarlögunum. Þá komu líklega helst til greina
86. grein, þar sem kveðið var á um líflát eða ævilanga typtunar-
húsavinnu vegna þess afbrots að „[vekja] uppreisn í þeim tilgangi
að breyta stjórnarskipuninni“, auk áðurnefndrar 90. greinar um sví -
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ 67
40 „Íslendinga-bragur“, Baldur 19. mars 1870, bls. 15.
41 Sjá Gils Guðmundsson, Ævintýramaður. Jón Ólafsson ritstjóri (Reykjavík: Vaka-
Helgafell 1987), bls. 67. Sjá einnig Árni Óla, Skuggsjá Reykjavíkur. Sögukaflar
(Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1961), bls. 109–119.
42 Lovsamling for Island XVI, bls. 159–164.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 67