Saga - 2009, Page 68
virðingar í garð konungs. Skemmst er þó frá því að segja að í dóms -
orði sínu lagði Þórður Jónasson sig í framkróka með að gera sem
minnst úr meintum landráðum Jóns Ólafssonar. Að mati dómarans
hefði hinn ákærði ekki meint „revolution“ með orðinu „uppreisn“
heldur „viðreisn“; orðið „enn“ í hendingunni „án vopna viðnám enn,
þó veitum frjálsir menn“ þýddi greinilega „enn sem fyrri“; og loks
væri hvergi farið óviðurkvæmilegum orðum um konung sjálfan. Jón
var því sýknaður af ákærum stiftamtmanns (en reyndar dæmdur í
fésekt fyrir meiðyrði um Pál Melsteð, sækjanda í málinu).43
Jón var sáttur en Finsen ekki; hann áfrýjaði til hæstaréttar í Dan -
mörku og þá taldi ritstjórinn ungi að allur væri varinn góður. Jón
Ólafsson flúði land en gat snúið heim þremur árum síðar þegar hæsti -
réttur kvað upp sinn dóm. Rétturinn þyngdi aðeins meiðyrðasekt
Jóns en sýknaði hann af öllum landráðasökum. Athyglisvert er að í
dóminum er vísað til brota á tilskipun frá 1799 um æruvernd og til-
skipunina um gildistöku Dönsku laga kristjáns V á Íslandi árið 1838,
en hvergi var minnst á hin nýju hegningarlög.44
Jón var því fundinn sekur um almenn meiðyrði, ekki aðdróttun í
garð konungs á grundvelli lagaákvæða um landráð. Tímarnir voru að
breytast; tjáningarfrelsi borgaranna vó sífellt þyngra. Næstu áratugi,
þegar baráttan um aukið frelsi frá Dönum og jafnvel fullt sjálfstæði
komst í algleyming hér á landi, varð síðan æ algengara að menn
sökuðu andstæðinga sína um „landráð“ án þess að þeir ættu við stór-
glæp í skilningi laga, eða að þeir ætluðust til þess að dómsmál yrði
höfðað. Þannig skrifaði dr. Valtýr Guðmundsson árið 1899 að þeir
sem leyfðu sér „að líta sjálfstæðum augum“ á mögulega kosti í
viðræðum við Dani um stöðu Íslands í konungsríkinu væru „kveðnir
niður sem „landráðamenn“, „föðurlandssvikarar“ og þar fram eftir
götunum“.45 og í ritdómi vorið 1914 um ný verk einars H. kvarans
spurði Sigurður Guðmundsson: „Missýnist mér er mér virðist sem
skáldið áminni þar landa sína að spara sér brigsl um landráð og
föðurlandssvik?“46 Hugtakið landráð hafði verið „gengisfellt“ að
guðni th. jóhannesson68
43 Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum X (Reykjavík: Sögufélag
1984), bls. 289–294.
44 Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum XI (Reykjavík: Sögufélag
1986), bls. 322–323.
45 „Stjórnarskrármálið“, Eimreiðin 1. jan. 1899, bls. 32–78, hér bls. 37.
46 Sigurður Guðmundsson, „einar Hjörleifsson: Frá ýmsum hliðum. einar
Hjörleifsson: Lénharður fógeti“ (ritfregn). Skírnir LXXXVIII (1914), 1. apr. 1914,
bls. 216–220, hér bls. 219.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 68