Saga - 2009, Page 72
Málaferli urðu einnig út af atganginum við Díönu og Eider í Reykja -
víkurhöfn, og í janúar 1934 fyrirskipaði dómsmálaráðuneytið að mál
yrði höfðað á hendur Þórbergi Þórðarsyni og Finnboga Rúti Valdi -
marssyni ritstjóra vegna skrifanna í Alþýðublaðinu „og eftir beiðni
aðalkonsúlatsins þýska hér“.58 Í apríl voru þeir báðir sýknaðir í auka-
rétti Reykjavíkur. Sér til varnar hafði Þórbergur bent á erlend skrif
um ódæðisverk nasista og í dómsorðinu var sagt ljóst „að það er
stjórnmálaflokkurinn sem ádeilan beinist að en ekki þýska þjóðin
eða repræsentativar stofnanir þýska ríkisins“. Því gætu skrifin ekki
talist refsiverð að íslenskum lögum.59
Ákæruvaldið áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar, enda þarf vart að
taka það fram að þýskum yfirvöldum mislíkaði niðurstaðan. Þau
gerðust auk þess óþreyjufull vegna dráttar á dómi í „hakakrossmál-
inu“ á Siglufirði. Í því fékkst loks niðurstaða í aukarétti Siglufjarðar
í ágúst 1934. Fyrir rétti höfðu sakborningarnir haldið því fram að
hakakrossfáninn væri ekki þjóðfáni að lögum heldur flokksfáni og
þýska ríkisstjórnin (sem væri í ofanálag ólögleg) hefði ekki gert hann
jafnréttháan hinum eldri þýska þjóðfána fyrr en í september 1933,
þ.e. eftir atlöguna að honum nyrðra. Rétturinn tók þessa vörn ekki
til greina því sökunautar hefðu mátt segja sér sjálfir „að hakakross-
fáninn væri, er hann var notaður af þýsku vicekonsulati, þýskt ríkismerki
sem saknæmt væri að skemma eða óvirða“. Þeir Þóroddur Guð -
munds son, eyjólfur Árnason og Steinn Steinarr voru því fundnir sekir
um „móðgun gegn og árás á hlutaðeigandi ríki“, samkvæmt ákvæðum
IX. kafla hegningarlaganna, einkum 83. grein um það brot að „meiða“
útlendar þjóðir „í vináttu við konung“, og dæmdir í þriggja mánaða
fangelsi. Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Pétursson voru dæmdir í
fangelsi til tveggja mánaða fyrir vitorð í glæpnum.60
Sakborningarnir áfrýjuðu dóminum en áður en lokadómur féll
var komið að því að Hæstiréttur kvæði upp dóm í máli réttvísinnar
gegn Þórbergi Þórðarsyni og Finnboga Rúti Valdimarssyni fyrir skrifin
í Alþýðublaðinu. Í október 1934 staðfesti rétturinn sýknu Finnboga
Rúts en dæmdi Þórberg í 200 króna sekt, á grundvelli sömu ákvæða
83. greinar hegningarlaganna og aukaréttur Siglufjarðar hafði haft
til hliðsjónar. „Það verður að telja það meiðandi og móðgandi fyrir er-
lenda menningarþjóð að segja það að hún hafi sadista (þ.e. mann
guðni th. jóhannesson72
58 eyjólfur Árnason „Í höggi við hakakrossinn haustið 1933“, bls. 243–246, og
Hæstaréttardómar 1934, bls. 983 (nr. 88/1934).
59 Hæstaréttardómar 1934, bls. 986–988 (nr. 88/1934).
60 Hæstaréttardómar 1935, bls. 97–98 (nr. 183/1934).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 72