Saga - 2009, Page 73
sem svalar kynferðisfýsn sinni með því að kvelja aðra menn og pynda)
í formannssæti stjórnar sinnar,“ sagði Hæstiréttur og taldi þessi og
önnur meiðandi ummæli Þórbergs Þórðarsonar um stjórnarfarið í
Þýskalandi ósönnuð.61
Í febrúar 1935 staðfesti Hæstiréttur svo dóm aukaréttar Siglufjarðar
yfir fimmmenningunum í „hakakrossmálinu“, að öðru leyti en því
að refsingu eyjólfs Árnasonar og Steins Steinarrs var breytt í tveggja
mánaða einfalt fangelsi.62 og í júlí sama ár voru Brynjólfur Bjarnason
og einar olgeirsson dæmdir í 75 króna sekt fyrir meðferðina á haka-
krossfánanum í nóvember tveimur árum fyrr.63
Árin 1934 og 1935 féllu þannig fyrstu „landráðadómarnir“ á Ís -
landi. kommúnistar kölluðu þá „stéttardóma“ og Alþýðublaðið gerði
gys að því að „Hæstiréttur [mæti] mannorð Hitlers á tvö hundruð
krónur“.64 Fangelsisdómunum var aldrei framfylgt, væntanlega
vegna þess að stjórnvöld sáu sér lítinn hag í því. Þó verður ekki annað
sagt en Hæstiréttur hafi verndað hakakrossinn og gætt hagsmuna
Adolfs Hitlers eftir bestu getu. Rétturinn hefði getað sýknað Þórberg
Þórðarson með sömu rökum og gert var í aukarétti, og í „haka-
krossmálinu“ hefði hann getað fellt vægari dóma fyrir minni sakir,
til dæmis fyrir smávægileg eignaspjöll.
Lögin heimiluðu hins vegar að ákvæðum um landráð væri beitt og
eftir á vaknar sú spurning hvernig meta eigi dómana í ljósi sögunnar.
Í apríl 1934, um sama leyti og Þórbergur Þórðarson var sagður saklaus
í aukarétti af þeim glæp að móðga þýsku þjóðina, voru tugir manna í
Þýskalandi dæmdir í fangelsi og á annað hundrað manns biðu dóms
fyrir þá landráðasök að dreifa hinu bannaða blaði jafnaðarmanna, Neuer
Vorwärts.65 Á valdaskeiði nasista voru mörg þúsund manns dæmd fyrir
landráð og yfir 20.000 hermenn voru teknir af lífi fyrir þá sök í seinni heims-
styrjöld. Sumir þeirra höfðu lagt á flótta, aðrir óhlýðnast skipunum og
enn aðrir reynt að hjálpa gyðingum, en allt þóttu þetta landráð.66
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ 73
61 Hæstaréttardómar 1934, bls. 983–984 (nr. 88/1934), og „Dómur í landráðamál-
inu gegn Alþýðublaðinu“, Alþýðublaðið 9. apr. 1934, bls. 1.
62 Hæstaréttardómar 1935, bls. 95 (nr. 183/1934).
63 eyjólfur Árnason, „Í höggi við hakakrossinn haustið 1933“, bls. 246.
64 „Stéttardómarnir í algleymingi“, Verkamaðurinn 25. ág. 1934, bls. 2, og „Hæstiréttur
metur mannorð Hitlers á tvö hundruð krónur“, Alþýðublaðið 31. okt. 1934, bls. 1.
65 „Landráðadómar Nazista“, Alþýðublaðið 17. apr. 1934, bls. 1.
66 Vef. Charles Hawley, „Germany Considers Rehabilitating Soldiers executed for
„Treason““, Spiegel Online International, 29. sept. 2007, http://www.spiegel.de/in-
ternational/germany/0,1518,491332,00.html.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 73