Saga - 2009, Page 75
grein hans var efnislega eins og 72. grein þeirra, sem snerist um upp-
reisn gegn danska ríkinu að viðlagðri líflátsrefsingu:
86. grein: Hver sem sekur gerist um verknað sem miðar að því
að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung
eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend
yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði
þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en fjögur ár eða ævilangt.
Næstu þrjár greinar fjölluðu um viðurlög við því að vinna með er-
lendum ríkjum að „fjandsamlegum tiltækjum“ við það íslenska og
svipaði til eldri lagagreina um sama efni. Í hinu nýja frumvarpi var
þó sleppt ítarlegum lýsingum laganna frá 1869 um refsingar við því
að svíkja hertýgjabúr, kastala og aðra varnarstaði í hendur óvininum,
ráða menn í útlenda herþjónustu í óleyfi konungs, hvetja til liðhlaups
eða lemstra sjálfan sig og gera sig óhæfan til að gegna herskyldu. Í
frumvarpinu var þannig tekið mið af því að hið fullvalda íslenska
ríki var herlaust og hafði lýst yfir ævarandi hlutleysi.
Í 90. grein var rætt um það landráðabrot að rjúfa samninga sem ís-
lenska ríkið hefði gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, hvort sem væri
af ráðnum hug eða „stórfelldu gáleysi“. Næsta grein tók svo á upp-
ljóstrunum og var nær samhljóða svipaðri grein í hinum eldri lögum:
91. grein: Hver sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt
uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða
ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagn-
vart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjár-
hagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart út-
löndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. … Hafi verknaður
… verið framinn af gáleysi skal refsað með varðhaldi eða fang-
elsi allt að þremur árum, eða sektum ef sérstakar málsbætur eru
fyrir hendi.
Í þessari grein var það nýmæli að refsa mátti fyrir afbrot sem gætu valdið
fjárhagslegum skaða. Í athugasemdum við frumvarpið var viður-
kennt að uppljóstranir sem yllu ríkisvaldinu tjóni af því tagi væru
ekki „landráð í eiginlegri merkingu“ en engu að síður hefði þótt
heppilegast að hafa ákvæðið innan landráðakaflans.72 Óneitanlega
var þeirri hættu þó áfram boðið heim að hugtakið landráð útvatnaðist,
eða þá að landráðabrigsl heyrðust í deilum um fjárhagsleg og pólitísk
álitamál eins og drög að fyrirvörum við Icesave-samkomulagið svo-
kallaða sumarið 2009. Þegar ónefndur þingmaður eða þingmenn
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ 75
72 Alþingistíðindi A 1939, bls. 372.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 75