Saga - 2009, Page 76
„láku“ þeim til fjölmiðla voru lagaglöggir menn innan þings og utan
snöggir að rifja upp þessa lagagrein.73
Í 92. grein var greint frá viðurlögum við því að skýra af ásetningi
eða gáleysi frá „leynilegum hervarnarráðstöfunum“ íslenska ríkis-
ins og var það enn í anda fyrri laga. Hér var líka minnst á refsingar
við því að stofna hlutleysisstöðu ríkisins í voða, eins og gert hafði
verið með lögunum frá árinu 1905. Næsta grein snerist um njósnir
og var að mestu nýmæli:
93. grein: Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða er-
lenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska rík-
isins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fang-
elsi allt að fimm árum.
Nýir straumar í stjórnmálum höfðu greinilega ráðið mestu um það að
sérstaklega var minnst á erlenda stjórnmálaflokka og þótt það væri
ekki sagt berum orðum var þarna átt við útlenda kommúnista- og
nasistaflokka.
erlendir þjóðhöfðingjar og sendimenn erlendra ríkja nutu áfram
sérstakrar verndar. ef þau brot sem fjallað var um í XXIII.–XXV. kafla
hinna nýju laga („Manndráp og líkamsmeiðingar“, „Brot gegn frjálsræði
manna“ og „Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs“) beind-
ust gegn slíkum einstaklingum var dómsvaldinu heimilt samkvæmt
94. grein frumvarpsins að auka refsingu um helming. Í næstu grein
voru svo rakin viðurlög við því að móðga erlend ríki, en í mun styttra
máli en gert var í hinum eldri lögum:
95. grein: Hver sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent
ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viður-
kennt þjóðarmerki, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu
ári, ef mjög miklar sakir eru. opinbert mál skal ekki höfða nema
stjórn viðkomandi ríkis krefjist þess.
Í 96. grein var tekið fram að við sérstakar aðstæður mætti varðhalds-
vist koma í stað fangelsisdóms og í 97. og síðustu grein landráðakafl-
ans sagði að mál út af brotum sem væru rakin í honum skyldi aðeins
höfða að frumkvæði dómsmálaráðherra.
kafli eldri hegningarlaga um afbrot gegn konungi og fjölskyldu
hans hvarf alveg í frumvarpinu, og öðrum ákvæðum sem vörðuðu kon-
ung var nokkuð breytt. Í X. kafla laganna frá 1869, „Afbrot gegn
stjórn skipaninni“, hófst fyrsta grein á þeirri lýsingu að dauðadómur
guðni th. jóhannesson76
73 Sjá t.d. Vef. „Lekinn gæti varðað við lög um landráð“, http://www.pressan.is/
Frettir/LesaFrett/lekinn-gaeti-vardad-vid-log-um-landrad-allt-ad-16-ara-fang-
elsi-liggur-vid-sliku-broti sótt, 14. ágúst 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 76