Saga - 2009, Page 78
að landsmenn forðuðust illindi við hinn erlenda her. Sambúðin gat þó
reynst stirð og strax að hausti boðaði stjórnin bráðabirgðalög um
refsingar við því að skemma eigur setuliðsins eða veitast að her-
mönnum í orði og verki.76
Áfram kastaðist í kekki milli Íslendinga og setuliðsmanna. Rétt
fyrir áramót 1940 handtóku Bretar íslenskan ríkisborgara, ákærðu
hann fyrir tilraun til skemmdarverka og afhentu hann um síðir ís-
lenskum yfirvöldum. Maðurinn hafði setið að sumbli með skoskum
sjóliðum, fordæmdi breska heimsveldið í þeim gleðskap, heilsaði að
nasistasið og kvaðst vilja sprengja herskip í höfninni í loft upp. Á
grundvelli vitnisburðar sjóliðanna um þetta ákærði réttvísin hann
fyrir landráð og brot sem gætu valdið almannahættu. Í byrjun febrúar
1941 var maðurinn hins vegar sýknaður með þeim rökum að líta bæri
á ummæli hans sem „drykkjuraus“ frekar en „alvarlega áskorun“.77
Bresk yfirvöld undu þeirri niðurstöðu en höfðu meiri áhuga á
dómsuppkvaðningu í viðameira máli. Í byrjun janúar 1941 höfðu
nokk ur verkalýðsfélög hafið verkfall, meðal annars við Reykjavíkur -
flugvöll, og lét setuliðsstjórnin í veðri vaka að hermenn myndu ganga
í störf verkfallsmanna. Nokkrir Dagsbrúnarmenn dreifðu þá flugmiða
með þeirri áskorun að menn óhlýðnuðust slíkum skipunum. Þannig
hófst „dreifibréfsmálið“ svokallaða sem var rækasta sönnun þess að
Bretar tækju lögin í sínar hendur ef íslensk stjórnvöld hefðust ekki
að. Setuliðsmenn handtóku þegar nokkra menn sem þeir töldu koma
við sögu og færðu þá íslenskum yfirvöldum snemma í mánuðinum.
Rannsókn hófst og breskir embættismenn létu þau boð berast til ís-
lenskra stjórnvalda að niðurstaðan yrði að vera „í samræmi við al-
vöru afbrotsins“.78
Í lok janúar 1941, áður en dómur féll, voru sett bráðabirgðalög
um hert viðurlög við hvers kyns árásum á setuliðið, eins og ríkis-
stjórnin hafði boðað haustið áður. Í samræmi við ákvæði þeirra var
tveimur greinum í landráðakafla hinna nýju hegningarlaga breytt. Í
fyrsta lagi var gerð ítarlegri grein fyrir refsiverðum athöfnum í garð
erlends ríkis þannig að við 88. grein laganna, sem kvað á um refsi-
guðni th. jóhannesson78
76 „Réttarvarslan í hendur Íslendinga“, Morgunblaðið 8. nóv. 1940, bls. 3.
77 „Drykkjuraus sem ekkert mark er á takandi“, Morgunblaðið 9. febr. 1941, bls. 3
og 6.
78 einar olgeirsson, Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 102. Sjá einnig Gunnar
M. Magnúss, Virkið í norðri II. Þríbýlisárin (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1947),
bls. 409–427, og Pétur Pétursson, „Fjaðrafok út af dreifibréfi“, Morgunblaðið 15.
okt. 2000, bls. 20–21 (b-hluti).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 78