Saga - 2009, Side 80
Þótt andstæðingar einars hefðu vissulega getað bent á að sjálfum bylt-
ingarsinnanum færi illa að skilgreina landráð — sjálfur hafði hann
verið fundinn sekur um stuðning við landráð þegar hér var komið
sögu — var mat hans að mörgu leyti rétt.
Um miðjan febrúar voru fjórir Dagsbrúnarmenn dæmdir í 4–18
mánaða fangelsi og sviptir kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 88.
grein hegningarlaganna (um athafnir sem stuðluðu að því að erlent
ríki hæfi fjandsamleg tiltæki við íslenska ríkið eða hlutaðist til um
málefni þess). Auk þess voru ritstjórar Þjóðviljans, einar olgeirsson
og Sigfús Sigurhjartarson, dæmdir í þriggja mánaða fangelsi, eftir
121. grein hegningarlaganna (um viðurlög við því að fallast opin-
berlega á afbrot sem féllu undir landráðakaflann).83
Sakborningarnir áfrýjuðu til Hæstaréttar og þar deildu Pétur
Magn ússon, verjandi tveggja þeirra, og sækjandinn Sigurgeir
Sigurjónsson um skilgreiningu landráða. Sigurgeir krafðist þyngstu
sakfellingar þó að hann viðurkenndi að afbrot ákærðu væru „ekki
sú rétta tegund landráða“, eins og hann komst að orði. Pétur, sem
var í forystusveit Sjálfstæðisflokksins, vísaði því hins vegar á bug að
landráð hefðu verið framin og svaraði eigin spurningu um það hvað
Íslendingar segðu ef sú frétt bærist frá Danmörku eða Noregi að
stjórnvöld þar höfðuðu mál gegn eigin borgurum út af árekstrum
við setulið nasista: „Vér hefðum aðeins getað myndað okkur eina
skoðun um þá stjórn er það hefði gert — það er að hún væri land -
ráðastjórn“.84
Um miðjan mars 1941 staðfesti Hæstiréttur að mestu dóm auka-
réttar. Þyngstu fangelsisdómarnir voru styttir um þrjá mánuði og
tveir þeirra manna sem höfðu verið dæmdir til að missa borgaraleg
réttindi fengu að halda þeim. eggert Þorbjarnarson og Hallgrímur
Hallgrímsson, sem mestu refsinguna hlutu, hófu strax afplánun en
ritstjórar Þjóðviljans þurftu aldrei að sitja inni.85 Dómurum Hæstaréttar
reyndist auðvelt að rökstyðja niðurstöðu sína með vísun í 88. grein hegn-
ingarlaganna og þótt annar verjendanna, egill Sigurgeirsson (sem
var að þreyta prófraun sína fyrir réttinum), hefði dáðst að málsnilld
Péturs Magnússonar sagði hann síðar að „ef ég sem prófmaður hefði
guðni th. jóhannesson80
83 Hæstaréttardómar 1941, bls. 61–71 (nr. 18/1941).
84 „Dreifibréfsmálið sótt og varið fyrir Hæstarétti í gær“, Þjóðviljinn 15. mars 1941,
bls. 1. Sjá einnig Ásgeir Pétursson, Haustlitir. Minningaþættir (Reykjavík: Almenna
bókafélagið 2006), bls. 208–209.
85 Hæstaréttardómar 1941, bls. 58–61 (nr. 18/1941), og einar olgeirsson, Ísland í
skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 99.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 80