Saga - 2009, Page 82
dæmdur í sex mánaða fangelsi á grundvelli 88. greinar hegningar-
laganna (um viðurlög við því að stuðla að því að erlent ríki byrji á
fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið), enda væru skrifin „til þess
fallin að vekja óréttmæta andúð í garð íslensku þjóðarinnar sem orðið
gæti henni til tjóns í viðskiptum við erlend stjórnarvöld“. Dómnum
var áfrýjað en í febrúar 1945 þyngdi Hæstiréttur fangelsisvistina um
mánuð.89
Aftur hafði stríðið leitt til þess að tjáningarfrelsinu voru settar
óvenjulegar skorður. C’est la Guerre, segir franskt máltæki. Skiljanlegt
var að löggjafinn skilyrti frelsi manna til orða og athafna á ófriðar-
tímum. Hitt er umdeilanlegra að þær breytingar á hegningarlög-
unum sem áttu „vitanlega“ að falla úr gildi þegar aðstæður hefðu
breyst til batnaðar á nýjan leik eru enn í gildi. kannski var hægt að halda
því fram að ákvæðanna hefði verið þörf meðan bandarískt herlið var
í landinu, en friður ríkti þó meðan það var hér og svo hvarf það á
braut árið 2006.
Aðstoðviðóvininn
Um leið og heimsstyrjöldinni lauk byrjuðu menn, bæði valdhafar og
aðrir, að gera upp sakir við þá sem höfðu unnið með Þjóðverjum í
hersetnum löndum. Þannig var Quisling tekinn af lífi fyrir landráð í
Noregi og í Danmörku voru kveðnir upp dauðadómar sem konungur
neitaði reyndar að staðfesta. Fjölmargir aðrir dómar féllu.90
Á Íslandi hófst einnig uppgjör. Í febrúar 1946 voru níu manns
dæmdir í 3–12 mánaða fangelsi og til missis borgararéttinda fyrir
samvinnu og aðstoð við Þjóðverja og með vísun í landráðakafla
hegningarlaganna. Refsivistin var þó látin niður falla þar eð þeir
höfðu þegar verið í haldi um lengri eða skemmri tíma.91 Sumum
dómanna var áfrýjað til Hæstaréttar, sem komst að sinni niðurstöðu
guðni th. jóhannesson82
89 Hæstaréttardómar 1945, bls. 26 (nr. 8/1944). Sjá einnig Gunnar M. Magnúss,
Virkið í norðri II, bls. 713–714.
90 „konungs orð“, Tíminn 27. júlí 1945, bls. 2. Sjá einnig Ditlev Tamm, Retsopgøret
efter besættelsen I–II (kaupmannahöfn: Jurist- og Økonomforbundets Forlag
1985), einkum I, bls. 265–464, og Johannes Andenæs, Det vanskelige oppgjøret.
Rettsoppgjøret etter okkupasjonen (osló: Aschehoug 1998).
91 Sjá t.d. Ásgeir Guðmundsson og Önundur Björnsson, Með kveðju frá Sankti
Bernharðshundinum Halldóri. Íslendingar í þjónustu þriðja ríkisins (Reykjavík: Skjald -
borg 1990), bls. 148–170 og 271–306.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 82