Saga - 2009, Page 84
Landráðíkaldastríðinu?
Frá árinu 1947 hefur ekki fallið dómur um landráð á Íslandi. Í kalda
stríðinu sökuðu stríðandi fylkingar hins vegar hvor aðra um „landráð“
og oft fylgdi hugur máli, til dæmis þannig að vísað væri til ákveðinna
greina í landráðakafla hegningarlaganna þegar deilt var um utan-
ríkis- og varnarmál.94 einnig kom fyrir að menn sem voru sakaðir
um landráð kærðu þau brigsl og fengu þeim hnekkt fyrir dóm-
stólum.95 Í raun virtist hugtakið þó frekar notað sem almennt skamm-
aryrði og varð frekar innantómt eins og gerst hafði í sjálfstæðisbaráttunni.
Þótt brot gegn „innra öryggi“ ríkisins teljist ekki til landráða í hegn-
ingarlögum má geta þess að í mars 1949, þegar tekist var á um aðild Ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu, fékk lögregla að ósk dómsmál-
aráðuneytis heimild sakadómara til að hlera síma tiltekinna sósíalista,
Sósíalistaflokksins og Þjóðviljansmeð þeim rökum að til stæði að hindra
Alþingi í störfum sínum en sá glæpur varðaði við 100. grein XI. kafla
hegningarlaganna, um „brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórn-
völdum þess“.96 eftir átökin á Austurvelli 30. mars 1949 voru 17 menn
fundnir sekir um brot á ákvæðum 100. og 107. greinar kaflans.97
Stundum mátti auk þess litlu muna að einstaklingar yrðu uppvísir
að eða fundnir sekir um afbrot sem gátu fallið undir tiltekin ákvæði
um landráð. Árið 1956 kvartaði Henri Voillery, sendiherra Frakklands,
til að mynda undan skrifum Þjóðviljans um málefni sendiráðs síns og
virtist ætlast til þess að ritstjórar blaðsins yrðu dæmdir eftir ákvæðum
landráðakaflans um móðganir í garð erlends sendiherra.98 Á óróaár-
unum upp úr 1968 og fram á áttunda áratug síðustu aldar kom fyrir að
róttæk ungmenni ynnu skemmdir á bandaríska sendiráðinu eða eigum
varnarliðsins, og fyrir það hefði verið hægt að ákæra með vísun í 88. og
95. grein hegningarlaganna eins og þeim hafði verið breytt árið 1941 vegna
guðni th. jóhannesson84
94 Sjá t.d. „Landráð“, Þjóðviljinn 3. okt. 1946, bls. 5.
95 Sjá t.d. Jakob R. Möller, „Varið land heimsótt á ný“. Afmælisrit. Guðmundur Ingvi
Sigurðsson áttræður 16. júní 2002 (Seltjarnarnesi: Blik 2002), bls. 69–92.
96 ÞÍ. Sak.R. 2005 FB/4. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið til sakadómarans í
Reykjavík, 26. mars 1949, og Lögregluþingbók nr. 249. Úrskurður sakadómar-
ans í Reykjavík, 26. mars 1949.
97 Hæstaréttardómar 1952, bls. 190–270 (nr. 62/1950). Sjá einnig Baldur Guðlaugsson
og Páll Heiðar Jónsson, 30. marz 1949. Innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið
og óeirðirnar á Austurvelli (Reykjavík: Örn og Örlygur 1976), bls. 281–285.
98 „Franski sendiherrann vill fá ritstjóra Þjóðviljans dæmdan fyrir landráð!“
Þjóðviljinn 18. nóv. 1956, bls. 12
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 84