Saga - 2009, Page 87
ingarfrelsi þeirra. Íslenska ríkið áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar
og við málflutning þar lagði lögmaður þess megináherslu á að hinir
handteknu hefðu brotið gegn 95. grein í landráðakafla hegningar-
laganna og því hefði handtakan verið heimil. Hæstiréttur taldi hins
vegar augljóst að ætlað brot af því tagi hefði ekki leitt til þess að lög-
regla tók til sinna ráða, og dómur héraðsdóms var staðfestur.107
Lokaorð
Á nýrri öld hefur „landráðum“ verið líkt við „forneskjuhugtök …
sem ganga þvert á nútímahugmyndir um einstaklingsfrelsi þar sem
trúnaður fólks á að vera við aðrar manneskjur en ekki land eða ríki“.108
kannski er réttarhugtakið landráð að verða úrelt, rétt eins og „drott-
insvik“ hurfu úr löggjöf landsins á sínum tíma. Þó verður að telja að
í hegningarlögum þurfi að vera viðurlög við uppreisnartilraunum,
njósnum og aðstoð við óvinaríki í hernaði.
Önnur ákvæði í landráðakafla hegningarlaganna eru aftur á móti
úrelt og samræmast tæplega réttarvitund flestra landsmanna. Þeim
þarf því að breyta, rétt eins og hegningarlög voru sett árið 1869 og
endurskoðuð árið 1940 vegna þess að tímarnir höfðu breyst. Sú sér-
staka vernd sem erlend ríki, erlendir þjóðhöfðingjar, sendimenn,
þjóðfánar og þjóðarmerki njóta á í það minnsta ekki heima í landráðakafl-
anum, ef hún er réttmæt á annað borð. og það verður að teljast ámæl-
isvert að bráðabirgðaákvæði, sem sett voru gagngert til að afstýra
vandræðum við hernámslið í heimsstyrjöld, skuli enn vera í fullu
gildi. Borgarar lýðveldisins verða að mega segja það sem þeir telja
sannast um önnur ríki, starfslið þeirra á Íslandi og ráðamenn í út-
löndum án þess að eiga á hættu að vera sakaðir um brot gegn lögum
um landráð. Meiðyrðalöggjöfin og lög um viðurlög við eignaspjöllum
ættu að vera næg vörn fyrir útlendinga, fána þeirra og þjóðarmerki.
Þrengri skilgreining á landráðum gæti líka orðið til þess að hug-
takið yrði ekki notað eins frjálslega í deilum um pólitísk átakamál.
Landráð eiga að þykja það alvarlegur glæpur að þau þurfi ekki að
koma til umræðu dags daglega og „landráðamenn“ eiga að vera eins
fáséðir og föðurlandssvikarar á borð við Vidkun Quisling. en til þess
þarf bæði lagabreytingu og siðbót í íslenskri orðræðu.
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ 87
107 Vef. Hæstaréttardómar 1999 (nr. 65/1999), http://haestirettur.is/domar?nr=
450&leit=t.
108 Vef. Sverrir Jakobsson, „„Því Maúmet gjörir þeim tál““, http://www.mur-
inn.is/eldra_b.asp?nr=1906&gerd=Frettir&arg=7 11. mars 2006.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 87