Saga - 2009, Page 93
um stjórnmál og töldu ekki mögulegt að ræða um markmið og hug-
sjónir í stjórnmálum með fræðilegum hætti.7 Á síðari tímum hafa
nýrri kvenfrelsiskenningar, blessunarlega að mínu mati, vísað veginn
til nýsköpunar í fræðilegri umfjöllun um lýðræði með því að taka
upp fyrri þráð um tengingu raunhyggjukenninga og gildakenninga.8
Leiðarljós þessarar greinar er að saga lýðræðisþróunar á Íslandi verði
ekki útskýrð nema með hliðsjón af rannsóknum á þróun kvenna-
hreyfingarinnar í landinu og frelsisbaráttu íslenskra kvenna. Ávinn-
ingurinn er tvenns konar:
• kvennahreyfingin var og er virkur þátttakandi í þróun ís-
lensks þjóðfélags. Þögn um framlag kvenna jafngildir fölsun
á sögu landsins. Íslandssagan verður að karlasögu en ekki að
þjóðarsögu. Greining á kynjagrundvelli stjórnmála og valda-
kerfis hvers tíma er mikilvægur þáttur í öllum útskýringum
á þróun lýðræðis í landinu.
• kvennahreyfingin virðist byggja á margþættri kenningu um
lýðræði, þar sem leitast var við að tengja saman raunsæja bar-
áttu fyrir lýðræði og draumsýn um betri heim þar sem ríkti
frelsi og jafnrétti kvenna og karla. Rannsóknir á kvennahreyf -
ingum skapa því möguleika á að auka við þekkingu okkar á
lýðræði, tengja saman raunhyggjukenningar um þróun lýðræðis
og þá gildakenningu sem leggur áherslu á að kúgun kvenna
stríði gegn grundvallarforsendu lýðræðis um frelsi og mann-
helgi sérhvers einstaklings.
Blómatími kvenfrelsis 1907–1911
Grunnurinn að áhrifum kvenna á þróun íslensks lýðræðis var lagður
á síðustu áratugum 19. aldar og fyrstu árum 20. aldar. Það var fyrst
íslensk kvennahreyfing 93
7 Í bókinni Theory and Methods in Political Science eru þessari þróun gerð ítarleg skil,
t.d. í umfjöllun um hina svonefndu atferlisstefnu (e. behaviouralism), bls. 45–64,
en hún gekk einna lengst í að vísa allri gildaumfjöllun úr húsi stjórnmálafræðinnar.
Ritstj. David Marsh og Gerry Stoker (New york: Palgrave Macmillan 2002).
8 Stutta umfjöllun um kvenfrelsiskenningu í stjórnmálafræði er að finna í grein
Vicky Randall, „Feminism“, Theory and Methods in Political Science, bls. 109–130.
Gott dæmi um beitingu kvenfrelsiskenninga til að útskýra lýðræðisþróun er að
finna í Anne Phillips, The Politics of Presence (oxford: oUP 1995). Tvær doktors-
ritgerðir íslenskra kvenna hafa einnig verið mér mjög lærdómsríkar: Auður
Styrkársdóttir, From Feminism to Class Politics (Umeå: Umeå universitet 1998), og
Sigríður Matthías dóttir, Hinn sanni Íslendingur (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 93