Saga - 2009, Page 96
Fyrir margar konur var Góðtemplarareglan mikilvægur félags-
málaskóli þar sem þær fengu þjálfun í ræðumennsku og öðrum félags-
störfum.16 Að minni hyggju skipti það konurnar og baráttuna fyrir kven-
frelsi miklu máli að í stúkunum voru hin mjúku kvenlegu gildi í há-
vegum höfð; í bindindishreyfingunni voru konur ekki eingöngu
óbreyttir félagar heldur skipuðu þær einnig forystustörf. karlarnir í
Góðtemplarareglunni tóku konunum fagnandi, töldu þær jafnvel
fremri körlum að mannkostum og almennri siðgæðisvitund, sbr.
þessi orð: „Vafalaust hafa konurnar stutt Regluna mjög mikið. „Móðir,
kona, meyja“ orkuðu á sonu, eiginmenn og unnusta með þeim mætti,
sem svo undramargt hefir sigrað i veröldinni. Þær urðu Reglunni
heilladísir með ástúð sinni, skyldurækni og þolinmæði. kveneðlið
skildi oft betur Regluna, heldur en karlmannsins sterki og oft ónæmi
hugur. enn í dag eru þær „betri helmingur“ Reglunnar.“17
Um aldamótin 1900 höfðu skapast hagstæð skilyrði fyrir kven-
frelsisbaráttu í landinu. kom þar margt til en ekki síst almennur vilji
til róttækra breytinga á íslensku þjóðfélagi. Helgi Skúli kjartansson
sagnfræðingur lýsir tíðarandanum á Íslandi í upphafi 20. aldar m.a.
þannig: „Íslendingar fundu sig, þrátt fyrir framfarir síðustu áratuga,
vera afskekkta, fátæka og aftur úr. Það þurftu þeir að vinna upp með
því að tileinka sér þeim mun örar framfarir hinnar nýju aldar. Þetta
var orðið viðurkennt almenningsálit. „Hin mesta framför sem orðin
er á Íslandi á 19. öld“, segir í einni aldamótagreininni, „er vaknaður
áhugi á framförum — alþýða er nú búin að fá fulla vitneskju um að
umbætur þurfi.““18
Heimastjórnin árið 1904 hafði hér einnig mikla þýðingu. Með tilkomu
innlends framkvæmdavalds sem bar ábyrgð gagnvart Alþingi varð
auðveldara fyrir Íslendinga að hrinda í framkvæmd ýmsum mann-
réttindamálum, sem strandað höfðu á andstöðu danskra stjórnvalda.19
Þannig samþykkti Alþingi árið 1907 veigamiklar breytingar á kosn-
ingarétti og kjörgengi í bæjarstjórnarkosningum í tveim bæjar félögum,
svanur kristjánsson96
16 Sbr. t.d. Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 21–26.
17 Brynleifur Tóbíasson, Bindindishreyfingin á Íslandi, bls. 185.
18 Helgi Skúli kjartansson, Ísland á 20. öld (Reykjavík: Sögufélag 2002), bls. 15.
19 Alþingi samþykkti t.d. árið 1881 lagafrumvarp sem markaði tímamót í stjórn-
málasögu landsins, en þar var gert ráð fyrir jöfnum kosningarétti og sama kjör-
gengi karla og kvenna. konungur hafnaði hins vegar lögunum með þeim
rökstuðningi að konur ættu ekki að njóta meiri réttinda í einu sveitarfélagi í
danska ríkinu en annars væru í gildi. Sjá Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til
lýðræðis — Frá kvenfrelsi og frjálslyndi til feðraveldis“, einkum bls. 69–75.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 96