Saga - 2009, Page 97
þ.e. Reykjavík og Hafnarfirði. konur kjósenda í þessum sveitarfélögum
öðluðust rétt til að kjósa og urðu kjörgengar. kosninga réttur var ein-
göngu takmarkaður með almennum skilyrðum aldurs og þjóðfélagsstöðu
— án tillits til kynferðis fólks. Þar höfðu frjálslynd öfl í landinu unnið
mikinn áfangasigur. Þar átti ótvírætt stærstan hlut að máli nýstofnað
félag kvenna, kvenréttindafélag Íslands (kRFÍ). Félagið var að sönnu
fremur fámennt og formleg starfsemi að mestu bundin við Reykjavík.
Stofnendur þess voru einungis fimmtán konur.20 Sigríður Th. erlends -
dóttir greinir frá því að frumheimildir séu ekki nákvæmar um félaga-
tölu eða virkni í félaginu en þó megi ráða af fundargerðum að fundarsókn
hafi verið góð fyrstu árin því að á fund um voru oftast milli 30 og 50
konur.21 Flestar voru fundarkonur 56 og rúmlega 20 konur taldi Bríet
Bjarnhéðinsdóttir, fyrsti formaður félags ins, fámennan fund 1912. Áhrif
kvenréttindafélagsins byggðust ekki á miklum fjölda félagskvenna
en því tókst að tendra neista sem kveikti mikið bál. Til varð markviss
og öflug félagshreyfing kvenna og karla, sem barðist fyrir kvenfrelsi
og tókst á fáum árum að gjörbreyta pólitískri stöðu íslenskra kvenna.
kvenréttindafélagið var róttækt félag sem hóf göngu sína á tímum
þegar mikill hljómgrunnur var fyrir róttækum breytingum á lífi ein-
staklinga og samfélagsins alls. Árum saman höfðu áhrifamiklir for-
vígismenn frjálslyndrar stefnu boðað fagnaðarerindið um þjóðfrelsi
og þroska allra manna. Hvort sem rökin voru veraldleg í anda nytja-
hyggju (e. utilitarianism) og skynsemishyggju eða trúarleg í anda
guðs trúar kristinna mótmælenda, áttu allir frjálslyndir menn þá sam-
eiginlegu draumsýn að til yrði nýtt samfélag sem virti bæði fullveldi
hverrar þjóðar og einstaklingsfrelsi allra fullgildra þátttakenda sam-
félagsins. kRFÍ krafðist þess að frjálslyndir ráðamenn innanlands
stæðu við fyrirheit frjálslyndrar stefnu um raunverulegt frelsi.
Á árunum 1907–1908 urðu þannig þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu
í landinu og hún varð bæði beinskeyttari og árangursríkari. Að sönnu
hafði þorri ráðakarla verið fylgjandi kvenfrelsi allt frá síðustu ára-
tugum 19. aldar, en með fáum undantekningum settu þeir ekki kven-
frelsi í forgang í afskiptum sínum af þjóðmálum.22 Þegar ráðakarlar
íslensk kvennahreyfing 97
20 Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 67–77.
21 Sama heimild, bls. 160.
22 Um afstöðu íslenskra ráðakarla til kvenfrelsis á síðustu áratugum 19. aldar og í
upphafi 20. aldar er fjallað í: Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis —
Frá kvenfrelsi og frjálslyndi til feðraveldis“. Sjá einnig Sigríður Matthíasdóttir,
„karlar og viðhorf þeirra til kvenréttinda á Íslandi um aldamótin 1900“, Ritið
1/2008, bls. 33–61, og eftir sama höfund, „Ligestillingen“, Män i Norden. Manlighet
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 97