Saga - 2009, Page 100
hlaut framboðið einungis 10% atkvæða og engan af þeim fimm fulltrúum
sem þá voru valdir. Í kjölfarið stofnaði þorri kvenfélaga í Reykjavík
Bandalag kvenna, sem ætlað var að vinna að málefnum bæjarins og
þjóðfélagsins en einkum hagsmunum kvenna og barna. Í bæjar-
stjórnarkosningum 1918 kom ekki fram kvennalisti en borgaraleg öfl
í Reykjavík buðu Bandalagi kvenna að velja konu úr kvennahreyf-
ingunni á lista sinn í bæjarstjórnarkosningum 1918. Sú kona var Inga
Lára Lárusdóttir, sem kjörin var einn af bæjarfulltrúum borgarafram -
boðsins. Skýringin var reyndar augljós: borgaraöflin þurftu á liðsstyrk
kvenna að halda til þess að verða ekki undir í samkeppninni við
verka lýðsöflin, sem fengið höfðu mest fylgi í bæjarstjórnarkosningum
í Reykjavík 1916. Þannig tókst að stöðva framrás verkalýðslistans,
Alþýðuflokksins. Í næstu bæjarstjórnarkosningum, árið 1920, tefldi
Alþýðuflokkurinn fram konu í fyrsta sinn, Jónínu Jónatansdóttur.
Jónína var kjörin en Alþýðuflokknum mistókst að fá meirihluta
atkvæða. Fyrir bæjarstjórnarkosningar 1922 ákváðu bæði stjórn-
málaöflin að ekkert rými væri fyrir konur í þeirra röðum.28 Ingu Láru
og Jónínu var báðum sparkað af framboðslistum og árin 1922–1928
sat engin kona í bæjarstjórn Reykjavíkur. Á öllu landinu sat einungis
ein kona í bæjarstjórn árið 1922, Halldóra Bjarnadóttir á Akureyri.
Bakslag ráðakarla gegn framgangi kvenfrelsis í landinu hófst þegar
á Alþingi 1909 og árið 1922 virtist feðraveldið í Reykjavík endanlega
hafa kvittað fyrir uppreisn kvenfrelsisaflanna á árunum 1907–1911.29
eflaust má skýra uppgang og hnignun kvennaframboðsins í
Reykjavík á ýmsa vegu. Ég hygg þó vænlegt að fjalla um kvenfrels-
isbaráttuna í Reykjavík með skírskotun til almennrar stjórnmálaþróunar
í bænum og á landinu í heild, eins og Auður Styrkársdóttir hefur
gert. kvennaframboðið kom fyrst fram 1908, á óskastund lýðræðis í
landinu. Hinar ýmsu alþýðuhreyfingar voru að renna í sameigin-
legan farveg á landsvísu, þ.e. í þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengis-
svanur kristjánsson100
28 Sjá Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, einkum bls. 80.
29 Hannes Hafstein flutti á Alþingi 1909 stjórnarfrumvarp um breytingu á stjórn-
arskránni. Í athugasemdum ráðherrans við frumvarpið taldi hann „æskileg-
ast“ að konum yrði veittur kosningaréttur „smásaman eftir aldursflokkum“.
Tillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi og varð hluti af stjórnarskránni 1915.
Ísland varð því fullvalda ríki 1918 með skertum kosningarétti og kjörgengi.
Þessari takmörkun var aflétt 1920. einungis eitt annað lýðræðisríki, Bretland,
hefur tekið upp slíkar takmarkanir á réttindum kvenna. Sbr. Svanur kristjánsson,
„Ísland á leið til lýðræðis — Frá frjálslyndi og kvenfrelsi til feðraveldis“, einkum
bls. 63–65, 80–90.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 100