Saga - 2009, Page 102
í för með sér að nýir kjósendur yrðu ⅔ af öllum kjósendahópnum
og engin „menntuð þjóð“ hefði gert slíka tilraun með fjölgun kjós-
enda. Benedikt, Magnús og Jón voru allir nátengdir bæjarmálum og
flokkadráttum í Reykjavík. Þeir Jón og Magnús voru þingmenn
Reykjavíkur en Benedikt var búsettur í Reykjavík og tók virkan þátt
í bæjarmálapólitíkinni.32 Í bæjarstjórnarkosningum 1912 ríkti harður
tónn frá Sjálfstæðismönnum í garð kvennaframboðsins og í blaði
Skúla Thoroddsen, Þjóðviljanum, var þeim beinlínis hótað: „ef sú
skoðun verður almenn, að konur kjósi eftir kynferði einu, er hætt við
að þeim veiti erfiðar með málefni sín.“33 efsti maður á lista Sjálfstæðis -
manna, Sveinn Björnsson, átaldi bæjarfulltrúa kvennaframboðsins
opinberlega, sagði þær ekkert hafa gert og rétt væri að karlmenn
réðu eins og þeir hefðu gert um aldir.34
eftir kosningasigur kvennaframboðsins 1908 minnkaði virkni
kvenna í Reykjavík. Samtímis hófust harðar árásir valdakarla á kven-
frelsi og kvennaframboð. Stjórnmálabaráttan í bæjarmálum í Reykjavík
var að falla í farveg stéttastjórnmála. Í stað margra framboða félags-
hreyfinga og flokka í bæjarstjórnarkosningum komu fram tvö skipu-
lögð stjórnmálaöfl: annars vegar verkalýðsfélögin en hins vegar sam-
eiginlegur listi borgaralegra afla undir merkjum bæjarmálafélagsins
„Sjálfsstjórn“. kvennaframboðið varð þarna á milli. Í bæjarstjórnar-
kosningum 1916 komu einungis fram þrír framboðslistar. Megin -
fylkingarnar tvær skiptu milli sín fulltrúunum sem í boði voru, en
kvennaframboðið fékk einungis um 10% atkvæða og engan fulltrúa.
Versnandi staða kvennaframboðsins í Reykjavík magnaði upp
deilur innan kvennahreyfingarinnar. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sneri
við blaðinu í kjölfar ósigurs kvennaframboðsins í bæjarstjórnar-
kosningum í Reykjavík í janúar 1916 og í ágúst sama ár skipaði hún
fjórða sætið á lista Heimastjórnarflokks við fyrstu landskosningar.
Landið allt var þá eitt kjördæmi og kjörnir sex þingmenn. Heima -
stjórnarflokkur fékk þrjá þingmenn en sökum útstrikana féll Bríet
niður um sæti og varð ekki varaþingmaður. Í hennar stað var 5. maður
á lista Heimastjórnarflokks kjörinn varaþingmaður. Vegna veikinda
Hannesar Hafstein tók sá sæti á Alþingi 1918 og sat til loka kjör-
tímabils 1922. Áleitin hlýtur sú spurning að vera hver þróun íslenskrar
svanur kristjánsson102
32 Sama heimild, bls. 81 og 83.
33 Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 66.
34 Frásögn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í bréfi í janúar 1912. Tilvitnun úr Auður
Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 67–68.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 102