Saga


Saga - 2009, Blaðsíða 103

Saga - 2009, Blaðsíða 103
kvennabaráttu og stjórnmála hefði orðið með hina mikilhæfu for- ystukonu Bríeti á Alþingi á árunum 1918–1922. konum virtist því ekki ætlað neitt rými í stjórnmálum, hvorki í bæjarstjórnum né á þingi. kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur hefur útskýrt hvers vegna ráðakarlar í Reykjavík töldu sig ekki þurfa að hafa neinar konur í framboði svo: „Ástæðurnar fyrir því að listarnir komust upp með að hafa engar konur í framboði til bæjar stjórnar 1922 voru hugsanlega minnkandi fylgi við kvennaframboðin og trú á að þau væru búin að vera, vaxandi áhersla á stéttastjórnmál, vax- andi andstaða við þátttöku kvenna í opinberu lífi og vissa um að konur myndu skila sér á kjörstað þrátt fyrir kvenmanns leysið.“35 kvennahreyfingin neitaði hins vegar að játa sig sigraða. Í stað uppgjafar fyrir karlveldinu blés hreyfingin til sóknar sumarið 1922 á nýjum vettvangi, í landsmálunum. Kvennabarátta og flokkavald 1922–1927 Á árunum eftir 1908 má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar. Almenningur í landinu hafði sýnt áhuga á stjórnmálaþátt- töku og beinu lýðræði en ráðamenn virtust fremur uppteknir af því að finna ráð til að stöðva sókn kvenna í stjórnmálum en af þróun lýðræðis í landinu. eftir 1915 studdu nær engir valdakarlar málstað frjálslyndis og kvenfrelsis. kvennahreyfingin stóð á pólitískum ber- angri, með veikara bakland og harðvítuga andstöðu feðraveldis sem var ósammála í stjórnmálum um allt nema eitt: Framgang kvenna í stjórnmálum varð að stöðva. Að mínu mati verður að útskýra óein- inguna innan raða kvennahreyfingarinnar í þessu ljósi. Allt frá síðustu áratugum 19. aldar höfðu íslenskar konur öðlast mikla reynslu í að sameinast um meginmarkmið en láta mismun- andi röksemdir fyrir kvenfrelsi liggja á milli hluta. Samstaða kvenna- hreyfingarinnar kom skýrt fram í sameiginlegri áherslu á að konur ættu sérstakt erindi á öllum sviðum þjóðlífsins. Nauðsynlegt væri að breyta forgangsröðun í ákvörðunum á opinberum vettvangi og skipa margs konar velferðarmálum í öndvegi. Slíkar breytingar ættu sér ekki stað nema konur ættu sæti í öllum valdastofnunum þjóðfélagsins, m.a. þar sem kjörnir fulltrúar sætu (í bæjar- og sveitstjórnum, í fræðslu- nefndum, á Alþingi) og í öllum opinberum nefndum og ráðum. Auður íslensk kvennahreyfing 103 35 kristín Ástgeirsdóttir, „kvennalistinn og landskjörið 1922“, Kosningaréttur kvenna 90 ára, bls. 79–102, hér bls. 82. Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.