Saga - 2009, Síða 105
ara um vik að koma manni/konu að. Næsta landskjör var í ágúst
1922 og því þurfti hraðar hendur kvenna.
Í apríl 1922 birti 19. júní „Áskorun til íslenzkra kvenkjósenda“,
undirritaða af kosninganefnd kvenna í Reykjavík. Þar sagði m.a. að
við landskjörið gæfist konum tækifæri til: „að reyna krafta vora, hvað
við eigum til af samvinnuanda, trú á að vor kvenna bíði einnig hlut-
verk að inna af hendi á sviði hinna opinberu mála og dug til að koma
þeim, er vér vitum talsmenn stéttar vorrar og kyns, á æðsta þing
þjóðarinnar. Hve mikið við eigum af þessu þrennu vitum vér eigi.
Á það hefir aldrei reynt.“38
Undirbúningur kvennalista gekk vel og í maímánuði kynnti 19. júní
fjórar konur á sérstökum kvennalista. Það voru þær Ingibjörg H.
Bjarnason, forstöðukona kvennaskólans í Reykjavík, Inga Lára
Lárusdóttir, ritstýra 19. júní og kennslukona, Halldóra Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri heimilisiðnaðarfélaganna, og Theodóra Thoroddsen
skáldkona, ekkja Skúla Thoroddsen. Auk lista kvenna buðu fram
lista Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Heimastjórnarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur (eldri). engin kona var í framboði á þeim listum.
Skemmst er frá því að segja að kvennalistinn vann mikinn sigur,
hlaut 2.678 atkvæði eða 22,7%. Ingibjörg H. Bjarnson var kjörin til
setu á Alþingi, fyrst kvenna, ásamt Jóni Magnússyni frá Heimastjórnar -
flokki og Jónasi Jónssyni Framsóknarflokki. Helsta skýringin á velgengni
kvennalistans liggur að mínu mati nokkuð í augum uppi. Meirihluti
kvenna hafði einfaldlega talið að konur ættu að hafa vald og að áhrifa
kvenna ætti að gæta í opinberum málum. Á liðsinni karla við málstað
kvenfrelsis væri ekki að treysta. Án samstöðu kvenna gengju valda-
karlar einfaldlega á lagið og vörpuðu konum á dyr. Reyndar var
samstaða kvenna í landskjöri svipuð og lengst af hafði verið í bæj-
arstjórnarkosningum í Reykjavík; um 55% kvenna greiddu kvenna-
listanum atkvæði 1922, þ.e.a.s. ef reiknað er með að engir karlar hafi
greitt honum atkvæði sitt.
Sérstakar aðstæður sköpuðu einnig mjög hagstæð skilyrði fyrir
kvennaframboð á landvísu árið 1922. Líkt og verið hafði í Reykjavík
1908 og fyrst þar á eftir var málefnagrundvöllur stjórnmála og stjórn-
málabaráttu mjög í deiglunni. Átök stjórnmálaafla um fullveldi Ís-
lands voru að ganga sér til húðar og ljóst var að mikil samstaða var
um að sækjast eftir sjálfstæði landsins í konungssambandi við Dani.
engu að síður stóðu eftir tveir flokkar sem byggst höfðu upp á ár-
íslensk kvennahreyfing 105
38 Sama heimild, bls. 84.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 105