Saga - 2009, Síða 107
Ég hygg að kvennahreyfingin hafi haft af því langa reynslu að
ýta ýmsum ágreiningi um málefni til hliðar en sameinast um grund-
vallaratriði í baráttu fyrir auknu valdi kvenna, kvenfrelsi. Ágrein-
ingur um hvaða leið ætti að fara í kvennabaráttu ógnaði hins vegar
samstöðu kvenna í stjórnmálum. Svo hafði verið í Reykjavík á ár-
unum eftir sigurinn 1908. Nú endurtók sagan sig á landsvísu, eins
og hér verður vikið að.
Í Reykjavík hafði konur greint á um hvort fara ætti leið sérframboða
kvenna eða leita samvinnu við karla. Sjálf hafði Bríet tekið sæti á lista
Heimastjórnarflokks 1916 og leit á foringja þess flokks, Hannes
Hafstein, sem samherja í baráttu fyrir réttindum kvenna. Á lands-
fundi kvenna 1923 kom í ljós að hún hafði skipt um skoðun.41
Spurningin um baráttuaðferðir kvennabaráttu hlýtur því að hafa
leitað mjög á huga Ingibjargar H. Bjarnason eftir að hún tók sæti á
Alþingi. Sjálf var hún eindregin stuðningskona kvenfrelsis og lagði
ítrekað áherslu á að konur gætu gert fleira en að sinna húsmóður-
hlutverkinu. konum ættu að standa allar leiðir opnar og best væri
að sem flestar þeirra létu til sín taka á opinberum vettvangi.42
íslensk kvennahreyfing 107
„íhaldssemi“ varðandi stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Þvert á móti. Þannig er
Guðrún Lárusdóttur sögð vera „ein afdráttarlausasta talskona móðurhlut-
verksins í hópi íslenskra kvenréttindakvenna“ en jafnframt stillt upp sem
andstæðu við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, „sem t.d. setti fram róttækar kröfur um
jöfn laun kynjanna“ (bls. 254–255). Guðrún Lárusdóttir tók sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í landskjöri 1930 og sat á Alþingi ein kvenna 1930–1938.
Fyrir kosningarnar 1930 gaf Guðrún út sína eigin stefnuskrá. Þar sagði m.a.:
„kvenréttindamál liggja að vísu ekki beinlínis fyrir löggjafarþinginu sem stendur,
en óbeinlínis koma þau þar á dagskrá þing eftir þing. Það er ekki beinlínis hægt
að hrósa meðferð þings og stjórnar á þeim, t.d. launamálum kvenna og geta
ljósmæður vorar og hjúkrunarkonur best borið um það. Munu þó allir sam-
mála um, að síst eru störf þeirra þýðingarminni fyrir þjóðina en störf sumra
karlmannanna, sem hærra er hossað. Satt er það að vísu að Íslendingar urðu
fyrri til en ýmsar aðrar þjóðir að veita konum full borgaraleg réttindi, en hitt
dylst engum kunnugum, að því fer fjarri að jafnréttistilfinningin hafi gagnsýrt
hugsun og framkvæmdir leiðtoga þjóðarinnar almennt.“ Guðrún Lárusdóttir,
„Stefnuskrá hennar 1930“, Frjáls hugsun — Frelsi þjóðar. Ritstj. Björg einarsdóttir
o.fl. (Reykjavík: Hvöt 1982), bls. 41–45, hér bls. 43–44. Að mínu mati var kvenna-
hreyfingin íslenska sammála um það sem mestu máli skipti: að gera greinar-
mun á kvenréttindum og kvenfrelsi og krefjast þess að valdhafar axli ábyrgð á
að afnema misrétti gagnvart konum.
41 Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 154.
42 kristín Ástgeirsdóttir, „Fyrst kvenna á Alþingi. Gagnrýni á Ingibjörgu H.
Bjarnason“, Fléttur II Kynjafræði — Kortlagningar, bls. 171–189, hér bls. 171.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 107