Saga - 2009, Blaðsíða 109
Jónatansdóttir þar 2. sætið og Rebekka Jónsdóttir það fjórða. Guðrún
J. Briem var í 3. sæti á lista Íhaldsflokksins. Talsvert jafnræði í fylgi
var með þrem flokkum, sem buðu fram auk kvennalista. Íhalds-
flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu hver sinn þing-
mann. Fimmta framboðið, Frjálslyndi flokkurinn, fékk engan mann
kjörinn en nær þrefalt meira fylgi en kvennalistinn.46
kvennaframboðið 1926 reyndist vera svanasöngur sjálfstæðra
kvennaframboða í landinu um langa hríð. Fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
voru úrslitin mikið pólitískt og persónulegt áfall. Hún hafði verið
formaður kRFÍ nær samfellt allt frá stofnun 1907. Árið 1927 vék hún
úr formannsstóli og við tók dóttir hennar, Laufey Valdimarsdóttir.
Sama ár voru haldnar kosningar til Alþingis. Við Alþingiskosningarnar
1927 komu fram framboð fjögurra stjórnmálaflokka – hinna sömu
og í landskjöri 1926. Tala frambjóðenda var 91, allt karlmenn.47 Bríet
reyndist sannspá um afleiðingar ósigurs kvennaframboðsins 1926
þegar hún skrifaði í bréfi eftir kosningarnar: „Framvegis þurfa flokk-
arnir ekkert að óttast frá kvenna hendi.“48 kristín Ástgeirsdóttir
skrifar á sama veg tæpum 80 árum síðar: „Framboðshreyfing kvenna
var kveðin í kútinn árið 1926 með þeim afleiðingum að konur sáust
vart meðal kjörinna fulltrúa næstu 50 árin.“49
Á einungis tæpum tveim áratugum hafði íslenska feðraveldinu
tekist að stemma stigu við kvenfrelsisbylgjunni sem hófst með stofnun
kRFÍ árið 1907. Hér á eftir verður leitast við að skýra þessa um-
breytingu í þróun íslenskrar kvennabaráttu 1907–1927, einkum í ljósi
kenninga um lýðræði og lýðræðisþróun.
Kvennabarátta, lýðræðiskenningar og íslenskir valdakarlar
Hér að framan var sjónum beint að megindráttum í sögu kvenna-
hreyfingar í landinu 1907–1927. Notuð var skipting í þrjú tímabil:
Blómatími kvenfrelsis 1907–1911; kvennabarátta og gagnsókn ráðakarla
1911–1922; kvennabarátta og flokkavald 1922–1927.
Rétt er að undirstrika hversu snögg, umfangsmikil og varanleg
umskipti urðu á stöðu kvennahreyfingarinnar. Árið 1911 hefur verið
kallað „kvennaárið mikla“ og fullyrt að þegar fyrir aldamótin 1900 hafi
Ísland skipað sér í fremstu röð ríkja, ef litið er til stöðu kvenna og
íslensk kvennahreyfing 109
46 Kosningaskýrslur 1874–1946 (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1988), bls. 263.
47 Sama heimild, bls. 237 og 255–260.
48 Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 168.
49 kristín Ástgeirsdóttir, „kvennaframboðið til Alþingis 1926“, bls. 353.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 109