Saga - 2009, Side 110
stuðnings ráðakarla við málstað kvenréttinda og kvenfrelsis. eftir
niðurlæginguna 1922, sem áður hefur verið vikið að, skorti kven-
félögin ekki vilja til að bjóða fram sérstakan lista í Reykjavík. Þau
höfðu hins vegar ekki afl til að rísa gegn ofurefli karlveldisins í
Reykjavík og beindu því sjónum sínum að landskjörinu, en þar var
landið eitt kjördæmi.
eftir ósigur kvennalista í landskjörinu 1926 varð atburðarásin í
landsmálum með nákvæmlega sama hætti og áður í Reykjavík: minnk-
andi virkni kvenna í stjórnmálum; hörð andstaða karla gegn kven-
frelsi; stjórnmálabaráttan fer að falla í farveg stéttabaráttu og óein-
ing um baráttuaðferðir verður innan kvennahreyfingarinnar. Í lands-
kjöri 1926 voru konur í framboði á öðrum listum en kvennalista, en
eftir ósigur kvennalistans var allt hneppt í sömu karlveldisfjötra og
áður. Í landsmálum var konum ætlað lítið sem ekkert rými. engin
kona var á framboðslistum flokkanna í Alþingiskosningum 1927 og
engin kona sat á Alþingi árin 1938–1946. eftir það sátu 1–3 konur á þingi
allt til ársins 1983, þegar þeim fjölgaði skyndilega úr þrem í níu, mest
fyrir tilstuðlan nýs kvennalista með þrjár þingkonur og nýs stjórn-
málaafls, Bandalags jafnaðarmanna, undir forystu Vilmundar Gylfasonar.
Bandalagið bauð fram fléttulista fyrst íslenskra flokka, hafði konu
og karl á víxl í efstu sætum, og þar voru tveir karlar kjörnir á þing
og tvær konur. konum í þingliði fjórflokkanna — Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks — fjölgaði
1983 einungis úr þrem í fjórar. Reyndar beið það næstu þingkosn-
inga (1987) að fram næðist eitt af fyrstu baráttumálum íslenskrar
kvenna hreyfingar, nefnilega að a.m.k. ein kona sæti á þingi fyrir hvern
hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka.
Samhliða veikari stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum varð
grundvallarbreyting á leið Íslands til lýðræðis. Í stað þess að fara leið
nýsköpunar í þróun lýðræðis, þar sem áhersla væri lögð á að flétta saman
beint lýðræði og fulltrúalýðræði, var farin þingstjórnarleiðin þar sem
þjóðþingið er talið vera eini handhafi fullveldis fólksins á milli kosn-
inga. Í stað þess að telja virka þátttöku fólks í stjórnmálum vera aðals-
merki lýðræðisþjóðfélags, einskorðar þingstjórnarkenningin þátt-
töku fólks í lýðræðisríki við að kjósa í almennum kosningum og vera
félagar í stjórnmálaflokkum. Málsvarar þingstjórnarinnar gagnrýna
beina lýðræðið harðlega og telja það koma í veg fyrir ábyrga og skil-
virka stjórnun samfélagsins. eina mögulega lýðræðið sé fulltrúalýðræði,
þar sem stjórnmálaflokkar móti hver um sig stefnu í helstu málum
samfélagsins, leggi stefnu sína í dóm kjósenda í almennum kosn-
svanur kristjánsson110
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 110