Saga - 2009, Blaðsíða 112
í landinu, sem stóð á sameiginlegum málefnagrunni frjálslyndrar
stefnu og barðist fyrir fullveldi landsins og einstaklingsfrelsi. Trúin
á beint lýðræði átti sér reyndar langa sögu í landinu, allt frá áherslu
Jóns Sigurðssonar á þroskalýðræði — að horfa á möguleika hvers
einstaklings í stað þess að einblína á takmarkanir hans.51 kvenna -
hreyfingin var ekki heldur andstæð fulltrúalýðræði eða þingræði,
þ.e. að ráðherra Íslands ætti að vera ábyrgur fyrir Alþingi. Rétt eins
og þorri alþýðu manna, taldi kvennahreyfingin hins vegar að full-
veldið væri þjóðarinnar og kjörnir fulltrúar ættu að lúta vilja fólksins.52
ekki boðaði kvennahreyfingin heldur fjandskap gegn karlmönnum
eða að farsælla væri fyrir konur að byggja upp eigin stjórnmála-
samtök fremur en að starfa með körlum í stjórnmálum. Þvert á móti
sóttist kvennahreyfingin eftir samvinnu við karla — en á grundvelli
jafnréttis kynjanna. konurnar ætluðu ekki að nýta kosningaréttinn
til að fylgja körlum heldur til að auka vald sitt, efla kvenfrelsi. Með
því töldu þær sig vinna í almannaþágu og auka lífsgæði allra. Lýðræðið
fengi ekki þrifist án kvenfrelsis.
Gagnsókn íslenskra ráðakarla gegn konum í fulltrúasamkomum,
bæjarstjórnum og Alþingi, átti því fyrst og fremst rætur að rekja til
ótta þeirra við vald kvenna; konurnar voru farnar að ógna karlveld -
inu. Bæði í Reykjavík og á landsvísu gripu ráðakarlarnir fyrst til þess
ráðs að mæta sérstökum framboðum kvenna með því að bjóða konum
sæti á sínum listum. eftir að tími kvennaframboða var liðinn var
konum ætlað lítið sem ekkert rými í valdastofnunum landsins. Þar
skyldu karlar einir sitja.
Frá sjónarhóli margra ráðakarla markaðist andstaða þeirra ekki
af andstöðu við málstað kvenna sem slíkan heldur andstöðu við óheft
beint lýðræði, sem á árinu 1908 jaðraði við skrílræði að þeirra mati.
Þannig litu þeir á samþykkt áfengisbanns, þar sem 40% kjósenda
greiddu atkvæði á móti banni, sem grófa árás á persónufrelsi og rétt
hvers einstaklings til athafna svo lengi sem hann skaðaði ekki aðra.
Sömuleiðis töldu margir valdakarlar að óábyrgum lýðskrumurum
hafi reynst létt verk 1908 að æsa meirihluta kjósenda gegn ábyrgum
stjórnmálamönnum, sem höfðu náð mjög góðum samningum við
Dani um fullveldi Íslands (Uppkastinu) — einungis til að vera út-
svanur kristjánsson112
51 Sbr. t.d. „Sjálfur hafði Jón Sigurðsson meiri trú á getu almennings en jafnvel nán-
ustu vinir hans og vill því hafa kosningarétt sem almennastan.“ Guðjón Friðriksson,
Jón Sigurðsson. Ævisaga. 1. bindi (Reykjavík: Mál og menning 2002), bls. 480.
52 Sbr. t.d. Svanur kristjánsson, „Leið Íslands til lýðræðis: Áfengislöggjöfin
1887–1909“, einkum bls. 86–88.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 112