Saga - 2009, Side 118
andi ofvirkni rúmlega tveggja áratuga“.2 Það má líka til sanns vegar
færa að séu endalokin gerð að eina eða veigamesta mælikvarð anum
á uppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar undanfarin ár, er hætta á
að greinendur sögunnar felli þyngri dóma en ella yfir þeim sem
ábyrgð bera á hruninu.
Íslenska bankahrunið má nú kalla sérstaka grein (e. genre) í ís-
lenskri menningarsögu. Þeir sem birt hafa bækur um útrásartímann
og hrunið undanfarin tvö misseri skiptast gróflega í tvo hópa: þá
sem fordæma þær aðferðir sem hafðar voru uppi við auðsöfnun á
Íslandi undanfarinn áratug og hina, sem voru í hópi gerenda og leit -
ast því við að finna þeim sem helsta ábyrgð bera einhverjar máls-
bætur.3 Það liggur í augum uppi að hörðustu andstæðingar útrásar-
innar eru á andstæðri skoðun við Ásgeir Jónsson og setja fram þá
kröfu leynt og ljóst að „endalokin séu eini mælikvarðinn sem leggja
má á“ sögu útrásaráranna. Þeir munu líka hafa margt til síns máls.
Að sama skapi munu hinir, sem draga vilja úr því hugmyndafræðilega
tjóni sem útrásin olli, til að mynda íslenskir frjálshyggjumenn, reyna
að afmarka það orsakasamhengi sem leiddi til hrunsins eða leita
skýringanna utan landsteinanna.
Hvar liggja rætur hrunsins? Liggja þær í pólitískri refskák for-
manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þeirra Davíðs oddssonar
og Halldórs Ásgrímssonar, þegar þeir komu bönkunum í hendur
eigenda sem þeim voru þóknanlegir en kunnu ekkert til bankareksturs?
Það er ein algengasta skýringin á hruninu og sú sem Ólafur Arnarson
tekur upp í bók sinni Sofandi að feigðarósi.4 Ólafur tínir til aðrar þekktar
skýringar eins og krosseignatengsl og að launakerfi bankanna hafi
ýtt undir áhættusókn, kaupaukar og kaupréttarsamningar hafi valdið
því að áherslur stjórnendanna „snerust fyrst og fremst um sífellt
meiri hagnað án þess að nægilega væri gætt að áhættunni“. Auk þess
guðni elísson118
2 Ásgeir Jónsson, Why Iceland? (New york, Chicago, London: McGraw–Hill 2009),
bls. 112. Allar þýðingar eru mínar nema annars sé getið.
3 Bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunið. Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar
(Reykjavík: JPV útgáfa 2009), hefur hér nokkra sérstöðu en í dómi um bókina
sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins gagnrýnir Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann
á Bifröst, Guðna fyrir skoðanaleysi og segir: „Frásögnin er svo hlutlaus að mér
er til efs að nokkur hefði einu sinni talið Guðna hafa gert sig vanhæfan með
henni til að sitja í rannsóknarnefnd um bankahrunið, hefði sú spurning komið upp.“
Sjá Jón Ólafsson, „Þegar allt fór til andskotans: Viðbrögð og viðbragðaleysi í
hruninu“. Lesbók Morgunblaðsins 4. júlí 2009, bls. 12.
4 Ólafur Arnarson, Sofandi að feigðarósi (Reykjavík: JPV útgáfa 2009), bls. 223.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 118