Saga - 2009, Page 122
kafli bókar Ásgeirs, „How Iceland Became a Banking Country“, á
ræðu sem Sigurður einarsson forstjóri kaupþings flutti í skíðaskála
í nágrenni Reykjavíkur í marsmánuði 1999 þar sem hann segir að
markmið kaupþingsmanna eigi að vera að tuttuguogfimmfalda eigið
fé fyrirtækisins og fimmtánfalda efnahagsreikninginn á innan við
fimm árum. Framtíðarspá Sigurðar gekk eftir og meira en það: árið
2005 hafði fyrirtækið vaxið langt umfram þau „villtu markmið“ sem
hann hafði sett því í upphafi.24 Þegar félagar Sigurðar í skíðaskál-
anum störðu á hann í undrun, klykkti hann út með setningunni „If
you think you can, you can“, sem má einfaldlega útleggja „vilji er
allt sem þarf“.25 Herhvötin frá 1999 átti sex árum síðar eftir að vera
leiðarstefið í innanhússmyndbandi kaupþings, sem frumsýnt var á
fundi yfirstjórnar bankans í Nice á frönsku Rivíerunni 2005.26 Ár-
mann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri kaupthing Singer & Friedlander
í Bretlandi, viðurkennir að ein meginástæðan fyrir hruni íslensku
bankanna hafi verið sú staðreynd að bankarnir „uxu langt umfram það
sem æskilegt gat talist og eftir á að hyggja var augljóst að á einhverjum
tíma myndi það valda okkur miklum vandræðum“.27 Í ljósi þessa
má færa fyrir því sterk rök að fall kaupþings hafi búið í stefnumót-
unarræðu Sigurðar frá 1999. Hrunið hafi legið í sjálfu þróunarstarf-
inu en það hafi ekki komið berlega í ljós fyrr en snemma árs 2006,
þegar hættan sem fólst í hinni hóflausu þenslu varð áþreifanleg.
Liggja rætur vandans hugsanlega enn aftar, í sjálftökusamfélag-
inu sem festist í sessi á fyrri hluta tuttugustu aldar og Þorvaldur
Gylfa son gerir að umfjöllunarefni í pistli sínum „Skrifleg geymd“?
Þar heldur hann því fram að forréttindahópum hafi „með fulltingi
stjórnmálamanna haldizt uppi að skara eld að eigin köku með því
að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings“.28
klúðrið í einkavæðingarferli bankanna má þá skýra með sjálftöku-
guðni elísson122
24 Ásgeir Jónsson, Why Iceland?, bls. 33–34.
25 Sama heimild, bls. 36.
26 Vef. „Innanhúsmyndband kaupþings frá góðærisárunum“, http://www.you-
tube.com/watch?v=31U54cgf_oQ, sótt 3. september 2009. Myndbandinu, sem
aðeins var ætlað til takmarkaðrar dreifingar innan bankans, var lekið á netið
sumarið 2009. Þar má finna slagorðin: „If we want to change the world we can.
We just have to think we can“ og „If we want to see another world we can. We
just have to think we can.“ Til þess að breyta heiminum þarf kauphugsun, eða
kaupthinking, en hún liggur handan venjubundins hugsanagangs („kaupthin -
king is Beyond Normal Thinking“).
27 Ármann Þorvaldsson, Ævintýraeyjan, bls. 242.
28 Roger Boyes dregur fram svipaðar staðreyndir í Meltdown Iceland, bls. 41–42.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 122