Saga - 2009, Síða 124
ekki þarf að skoða íslenska fjármálahrunið lengi til þess að sjá að
valdamenn á Íslandi sóttu fyrirmyndir sínar í íslenskan miðalda-
heim; sjálft hugtakið útrásarvíkingur var einkunn sem fjármála-
mennirnir sjálfir gengust upp í. Athafnamaðurinn Hannes Smárason
rekur árangur útrásarinnar til „víkingaeðlisins“ í viðtali hjá Örnu
Schram32 og það gerði Ólafur Ragnar Grímsson einnig í ræðu sinni
í Walbrook-klúbbnum í Lundúnum 2005.33 Ólafur Arnarson ber Davíð
oddsson saman við vígamenn Íslendingasagna, og hið sama gera
Ásgeir Jónsson og Roger Boyes.34
Táknmyndir víkingaheimsins voru gjarnan skammt undan hvar
sem hinir nýríku Íslendingar voru á ferð. Snekkja Jóns Ásgeirs, Thee Viking,
sem lá við festar í Flórída, varð fræg að endemum eftir að deilurnar
við Jón Gerald Sullenberger komust í hámæli og þriggja metra hái vík-
ingurinn með gítarinn um öxlina, sem stóð í Hard Rock Café í Reykjavík
en Jón Ásgeir komst yfir og setti upp í höfuðstöðvum Baugs í Lundún -
um,35 vakti athygli erlendra fjölmiðlamanna. Víkingurinn var einn af
fáum hlutum sem Jón tók með sér þegar hann flutti yfir á oxfordstræti
vorið 2009, eftir að gömlu höfuðstöðvunum var lokað.36 Roger Boyes
segir þessa sjálfhverfu hetjudýrkun áhugaverða, en hún birtist meðal
annars í því að Björgólfur Thor Björgólfsson skreytti einkaþotu sína
með tákninu fyrir Mjölni, hamar þrumuguðsins Þórs (Thors), og svo
í því að eignarhaldsfélag hans var nefnt Novator eða nýi Þór.37
Víkingamyndmálið sem samofið var útrásarárunum má líka víða
finna í bókum þeim sem skrifaðar hafa verið um hrunið. Sumir höf-
undanna leita, rétt eins og Roger Boyes, skýringanna í fortíð Íslend-
guðni elísson124
32 Arna Schram, „Spútnik Íslands“, Króníkan, 15.–22. febrúar 2007, bls. 33.
33 Vef. Ólafur Ragnar Grímsson, „How to Succeed in Modern Buisness: Lessons from
the Icelandic Voyage“, Walbrook Club London, 3. maí 2005, http://forseti.is/
media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf, sótt 18. ágúst 2009.
34 Ólafur Arnarson, Sofandi að feigðarósi, bls. 183–184. — Ásgeir Jónsson, Why
Iceland?, bls. 143; og Roger Boyes, Meltdown Iceland, bls. 60–61. Guðmundi
Magnússyni er einnig umhugað um íslenska arfleifð í bók sinni Nýja Ísland, en
á öðrum forsendum. Sjá t.d. bls. 33–41. Ég gagnrýni þær forsendur sem Guðmundur
gefur sér í grein minni „Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf“.
35 Sjá t.d. Vef. Gerry Capell, „Baugur: Will Retail’s Vikings Raid Saks?“, http://
www.businessweek.com/globalbiz/content/jan2008/gb20080130_447354.htm,
sótt 15. október 2009.
36 Vef. Simon Nyborg, „Hvad laver Islands gulddrenge nu?“ Business dk. Berlingske
Tidende, 19. maí 2009, http://www.business.dk/article/20090519/okonomi/
705190068/&page=3, sótt 15. október 2009.
37 Roger Boyes, Meltdown Iceland, bls. 59.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 124