Saga - 2009, Síða 125
inga, í glæstri og fornri arfleifð þeirra. Ásgeir Jónsson segir í inn-
gangskafla sínum að Why Iceland? að norrænu víkingarnir sem sett-
ust að á Íslandi hafi verið sjálfsöruggir ævintýramenn og heims-
borgarar sem sýndu mikla dirfsku í ránsferðum á óvinveittum svæðum.
Íslenski draumurinn, sem er ekki óáþekkur hinum bandaríska, gengur
að mati Ásgeirs út á að fylgja bóndasyni út í heim þar sem hann
sannar sig og er hafinn til virðingar. Ásgeir telur að í íslenska draumnum
megi greina þjóðareinkenni Íslendinga sem neita að láta smæð þjóðar-
innar hafa áhrif á drauma sína og markmið.38
Högni Óskarsson geðlæknir varpar fram þeirri forvitnilegu spurn-
ingu í greininni „Freud í hvunndeginum: Bæling, maður og sam-
félag“, sem var skrifuð nokkrum árum fyrir hrunið, hvort „einhver
merki séu þess í sjálfsmynd og andlegu lífi þjóðarinnar að hún bæli
með sér sögulega skammartilfinningu? eitthvað sem þurfi að fela og
umbreyta.“ Að mati Högna hefur tímabilið „frá lokum sögualdar og
vel fram á þá átjándu … verið meðhöndlað eins og hálfgert
vandræðabarn, hinar myrku miðaldir.“ Síðan segir Högni:
Í minni mínu snerist sögukennsla í barnaskóla upp úr miðri
síðustu öld um landnámsmenn, víkinga, ættarstríð og svo þá
sem skráðu sögur á kálfskinn. Síðan ekki söguna meir fyrr en
kom að Fjölnismönnum, reyndar með þeirri undantekningu að
vogun vinnur … 125
38 Ásgeir Jónsson, Why Iceland?, bls. 8–9 og 10. Ármann Þorvaldsson tekur undir
þetta í Ævintýraeyjunni þar sem hann segir það vera eitt „af þjóðareinkennum
okkar Íslendinga … að sækjast eftir frægð og frama erlendis“ (bls. 38).
Hér má til gamans geta þess að Guðmundur Andri Thorsson greinir í skáld-
sögu sinni Íslenska draumnum (Reykjavík: Mál og menning 1991) rækilega á milli
íslensku og amerísku útgáfunnar, en ameríski draumurinn gengur út á að slá í
gegn vegna óvenjuríkra hæfileika á einhverju sviði, en hinn íslenski gengur út
á að slá í gegn á einmitt því sviði þar sem hæfileikar manns liggja einna síst.
Guðmundur Andri er nánast forspár þegar hann lýsir lífi söguhetjanna í kaup -
mannahöfn svo:
Hið eina sanna íslenska athafnaskáld sem skáldaði gjörvallan veruleik-
ann, var bæði í hlutverki keisarans og klæðskeranna og enginn tímdi að taka
að sér hlutverk stráksins leiðinlega sem eyðileggur allt með ábendingu
um nekt, allir í kringum hann tóku þátt í þessu leikriti, nema auðvitað
Danirnir sem skildu ekki að maður gerist bara skáldsagnapersóna þegar
annað bregst. Hver hann var? Hann var hetjan okkar. Hann var sá sem
okkur dreymdi raunverulega um að líkjast, hann hafði látið draum okkar
rætast. Líf hans allt var þjónusta — annarra við hann sjálfan (bls. 180).
Guðmundur tekur sjálfur undir þessa greiningu á viðfangsefni sögu sinnar í
viðtali við Bergstein Sigurðsson í Fréttablaðinu, 19. nóvember 2008. Sjá „engin
afsöguð haglabyssa“, bls. 26.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 125