Saga - 2009, Page 127
á Íslandi lýsa höfundar skýrslunnar því yfir að „Ísland ætti að nota
söguna og stöðu sína í dag til að markaðssetja sig sem frelsis elsk-
andi þjóð.“45 Á þennan hátt birtist ellefu alda saga Íslands byggðar í
meðförum frjálshyggjumannanna í Viðskiptaráði:
Saga Íslands einkennist öðrum þræði af frelsi og frelsisbaráttu.
Landið var numið um 870 og ríkti frá þeim tíma mikið frelsi
meðal íbúa landsins. Árið 930 markar upphaf allsherjarríkis
þegar Alþingi kom fyrst saman. Allsherjarríkið er það stjórnar-
form sem Íslendingar hafa búið hvað lengst við. Alþingi fór með
löggjafar- og dómsvald en ekkert framkvæmdavald var til staðar.
engin skattheimta var af hálfu allsherjarríkisins en með tilkomu
kristni um árið 1000 tók kirkjan upp svonefnda tíund. Þeir sem
áttu kirkjur gátu því innheimt skatta í sókninni og sáu auðmenn
sér því hag í því að byggja kirkjur. Þessi skattheimta varð til þess
að kirkjur og þar með auður safnaðist á fárra manna hendur og
hófust í kjölfarið harðvítugar erjur á milli þessara manna og fjöl-
skyldna þeirra. Til að skera á þennan hnút gengust Íslendingar
undir norsku krúnuna árið 1262. Með því lauk allsherjarríkinu
og í stað þess kom norskt framkvæmdavald. Vegna mikillar fjar-
lægðar frá Skandinavíu bjuggu Íslendingar eftir sem áður við
mikið frelsi næstu fjögur hundruð árin eða allt til 1662 þegar
einveldi var komið á. Þá tók við tími frelsisbaráttu sem lauk eins
og kunnugt er á fyrri hluta síðustu aldar. Síðan þá hefur frelsi
á hinum ýmsu sviðum farið sívaxandi.46
Söguskýrendur Viðskiptaráðs lýsa því mikla frelsi sem ríkt hafi „meðal
íbúa landsins“ á landnámsárunum, fyrir stofnun allsherjarríkisins.
Af því má draga þá ályktun að þrælarnir, sem fluttir voru nauðugir
til landsins, hafi prísað sig sæla að ríkisvæðing skyldi ekki hafa verið
lengra á veg komin. og í stað þess að einblína á þá eymd og van-
vogun vinnur … 127
Baldur Hafsteinsson mannfræðingur flutti á ráðstefnunni „Til móts við safna -
fræði“, 23. maí 2008, en hún var haldin á vegum Háskóla Íslands, Þjóðminjasafns
Íslands og FÍSoS, ræðir hann áhrif „nýfrjálshyggjunnar“ á safnastefnu í land-
inu. Sjá Vef. „Ný safnafræði og reðasöfnun“, http://hi.academia.edu/Sigurjón
BaldurHafsteinsson/Papers/96255/NÝ-SAFNAFRÆÐI-oG-ReÐASÖFNUN,
sótt 16. október 2009.
45 Viðskiptaþing: Ísland 2015. Ritstj. Þór Sigfússon, Davíð Þorláksson, erla Ýr
kristjánsdóttir, Halldór Benjamín Þorbergsson, Halla Tómasdóttir og Sigríður Á.
Andersen. Reykjavík, 2006, bls. 19. Skýrsluna er hægt að nálgast í heild sinni á
Vef. http://www.vi.is/files/1612898009Ísland%202015%20Viðskiptaþing%202006.
pdf, sótt 16. október 2009.
46 Viðskiptaþing: Ísland 2015, bls. 19.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 127