Saga - 2009, Side 128
sæld sem Högni tengir niðurlægingartímunum í sögu íslensku þjóðar-
innar leggja skýrsluhöfundarnir áherslu á jákvæða þætti. eftir lestur
skýrslunnar Ísland 2015 verður lesandanum nefnilega ljóst að í fjórar
aldir eftir að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd, á tímum
mannfellis vegna harðinda og drepsótta, bjuggu þeir þrátt fyrir allt
við mikið „frelsi“ vegna takmarkaðra ríkisafskipta. Af skýrslunni má
einnig ráða að markmiðið sé að koma Íslandi aftur á níundu og tí-
undu öld, ekki seinna en 2015, þegar engin „skattheimta var af hálfu
allsherjarríkisins“. Ólíklegt verður að teljast að það muni ganga eftir.
en útrásarárin voru skemmtilegur tími í hugum margra. ekki
þarf að sökkva sér lengi niður í gömul slúðurblöð og viðskiptakálfa
dagblaðanna til þess að sannreyna þá fullyrðingu. Loks var eins og
sól sögualdar brosti við Íslendingum aftur, nú voru allar götur greiðar.
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var einn af höf-
undum skýrslunnar Ísland 2015, sem birt var á Viðskiptaþingi 2006.
Ári síðar ræddi hún við Viðar Þorsteinsson heimspeking í tilefni af nýju
þingi sem bar yfirskriftina „Ísland, best í heimi?“ Í viðtalinu, sem
birtist á vefsvæði Framtíðarlandsins 5. mars 2007, veltir Halla fyrir
sér skapgerðareinkennum íslensku þjóðarinnar, en eitt af verkefnum
þingsins var að skilgreina „snilli“ íbúanna. Viðskiptaráð fékk breska
ímyndarsérfræðinginn Simon Anholt til liðs við sig til að graf ast fyrir
um íslenskt þjóðareðli og í samræðu við Viðar segir Halla:
„Þetta er auðvitað langtímaverkefni og líklega engin „rétt“ niður -
staða þegar svona er. en Simon Anholt lýsir Íslendingum sem
skemmtilegri blöndu af Norðu[r]landabúa og svo ákveðn um
þátt um sem frekar eru tengdir við hið suðræna. Íslendingar
leggja áherslu á hæfni og skilvirkni líkt og er oft tengt við Norður -
löndin, en við höfum líka kjark, blóðhita og ástríðu líkt og Mið -
jarðarhafsbúar — og þetta er togstreita innan hvers Íslendings.
Hann kallar okkur stundum léttgeggjuð eða ‘effectively crazy’,
þ.e.a.s. við hrindum brjáluðum hugmyndum í framkvæmd og
látum þær ganga upp“, segir Halla og hlær.
Óhætt er að fullyrða að þessi lýsing rímar um margt ágæt-
lega við umfjöllun um íslenska viðskiptamenn, t.d. í Danmörku
í kjölfar strandhögga þar: „Við erum að sumu leyti dálítið geggjuð,
og fáum oft hugmyndir sem öðrum þykja óhugsandi — en þær
ganga ótrúlega oft upp! Margir telja það t.d. óhugsandi að 300
þúsund manna þjóð geti yfirleitt verið til, hvað þá lifað jafn vel
og við gerum og náð jafn miklum árangri í viðskiptum og raun
ber vitni. Dönum datt t.d. ekki í hug að kaupa Magasin du Nord,
guðni elísson128
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 128