Saga - 2009, Page 132
þéttriðin tengslanet og að viðhalda valdahlutföllum sem voru ríkis-
stjórnarflokkunum þóknanleg.56
Vandamálið um persónulega ábyrgð leiðir einnig til forvitnilegra
spurninga um eðli efnahagshrunsins. Hversu margir bera ábyrgð á
hruninu? eru þeir aðeins um þrjátíu talsins, eins og Vilhjálmur
Bjarnason viðskiptafræðingur heldur fram,57 eða skipta þeir sem
reiðin beinist að kannski hundruðum, eins og Árni Sigfússon heldur
fram í Morgunblaðinu, þar sem hann kemur þeim til varnar sem
störfuðu í ábyrgðarstöðum í bönkunum:
Á undanförnum árum voru hundruð Íslendinga kölluð til starfa
í útrásinni, greint ungt fólk með góða menntun, heiðarlegt, lausna -
miðað og kröftugt. Ég fullyrði að þar var okkar hæfasta fólk í
hópum. Það er með öllu ósanngjarnt að stimpla á það sökinni
á óförum þjóðarinnar vegna alþjóðakreppu og óvandaðra aðfara
í einkabankakerfi sem er látið vera ríkistryggt.58
Svo ber að hafa í huga að efnahagshrun þar sem tugir fjármálagreifa
bera fyrst og fremst ábyrgð er annars eðlis en hrun þar sem eftir-
litsstofnanir og helstu stjórnmálasamtök landsins taka mótandi þátt
í atburðarásinni. einar Már Jónsson sagnfræðingur setur fram hand-
hæga skilgreiningu á eðli ábyrgðarinnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu.
Þar segir hann „að rætur kreppunnar liggi í þeirri frjálshyggju sem
hafði verið nánast einráð á Vesturlöndum um langt skeið“.59 Ábyrgðin
á efnahagshruninu skiptist að mati einars í þrennt. Fyrsta „stig
ábyrgð arinnar liggur hjá hugmyndasmiðum frjálshyggjunnar“, ein-
staklingum sem réðust gegn velferðarkerfinu og ráku áróður fyrir
kenningunum um árabil.60 Annað stig ábyrgðarinnar liggur hjá
stjórn málamönnunum sem „beittu sér fyrir því að hrinda kenn-
ingum hugmyndasm iðanna í framkvæmd“. Þeim tókst það ætlun-
arverk sitt með linnulausum áróðri kenningasmiðanna. Þriðja stigið
liggur hjá bröskurunum sem nýttu sér tækifærið þegar búið var að
guðni elísson132
56 Roger Boyes er sá eini meðal höfunda hrunbókanna sem beinir augum af al-
vöru að íslensku klíkusamfélagi. Líklega hefur það komið útlendingnum ann-
arlega fyrir sjónir. Sjá Meltdown Iceland, t.d. bls. 30–31 og 41–42.
57 Roger Boyes, Meltdown Iceland, bls. 7. Boyes vitnar aftur í Vilhjálm síðar í bók sinni
og segir þá þrjátíu karla og þrjár konur ábyrg fyrir hruninu (bls. 152).
58 Árni Sigfússon, „„Útrásarvíkingar“ og „kommúnistar““, Morgunblaðið 16. októ-
ber 2009, bls. 16.
59 einar Már Jónsson, „Ábyrgð“, Fréttablaðið 19. ágúst 2009, bls. 10.
60 Þessi hópur hóf til virðingar fornar höfuðvillur. T.d. lofsungu ýmsir þeirra græðgina,
eins og Guðmundur Magnússon gerir góð skil í Nýja Íslandi, bls. 204–205.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 132