Saga - 2009, Síða 136
stundað á sjálfum sér undanfarin misseri í pistli sem hún skrifar á
vefsvæðið Eyjuna. Íris segir:
Ég held að Íslendingar geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt
tjón landið hefur beðið og hve alvarlegum augum fólk erlendis
lítur hrunið — og reyndar miklu heldur, aðdraganda hrunsins.
Hvernig gat þetta gerst, spyr fólk. Mér finnst stundum eins og
Íslendingar haldi að þetta muni allt bara hverfa af sjálfu sér,
þetta muni “allt reddast” og vonandi verði bara tímaspursmál
þar til við getum aftur farið að versla og spreða a la 2007.70
Til þess að árétta að útlendingar geri þá kröfu að Íslendingar sem
þjóð axli ábyrgð vegna framferðis stjórnvalda og íslenskra fjármála-
fyrirtækja þýðir Íris erlent lesendabréf sem birtist á vefsíðunni Iceland
Weather Report. Bréfið sýnir augljósa þekkingu á málefnum Íslands,
hversu fjandsamlegt (og á köflum ósanngjarnt) sem það kann að
vera. Höfundurinn, sem nefnir sig Alexöndru, segir Íslendinga ekki
kunna að skammast sín en væli þess í stað um sakleysi sitt og vanþekk-
ingu á hvernig málum var í raun og veru háttað. Ábyrgðin sé samt sem
áður þjóðarinnar:
Þjófarnir í íslensku bönkunum, í samkrulli við spillt íslensk
stjórnvöld, kosin til valda af samsekum íslenskum almenningi,
studdir af hinum gagnslausu íslensku fjölmiðlum og hórmang -
eraðir af siðvana íslenskum forseta, stálu milljörðum frá öðrum
þjóðum. ykkar sameiginlega viðleitni (collective efforts) (já, sam-
einaða, því þrátt fyrir að þið haldið því fram að þið hafið ekki
tekið þátt, þá gerðuð þið það samt) lagði í rúst líf fólks og fjár-
hag góðgerðarstofnana sem hjálpuðu hinum fátæku, þurfandi
og óvinnufæru.
eitt ár er liðið og enn höfum við ekki heyrt eitt einasta orð
um afsökun, eða iðrun eða samviskubit. Í staðinn fáum við væl,
kvartanir og mótmæli þess efnis að þið séuð saklaus. Glæpamenn
ykkar og hjálparkokkar þeirra reka enn bankana ykkar, fjölmiðlana
ykkar og sitja í ríkisstjórn ykkar. …
Við, fórnarlömb glæpa ykkar, erum ef til vill ekki klárasta,
flottasta, ríkasta, fallegasta fólk í heimi (eins og Íslendingar halda
gjarna fram að þeir séu). en við höfum siðferði. Við metum hóg-
værð og berum virðingu fyrir sannleikanum. og þegar við lesum
guðni elísson136
70 Vef. Íris erlingsdóttir, „Aumingja útrásin (“hæfileika“fólkið), aumingja Ísland“.
13. október 2009. Sjá http://blog.eyjan.is/iris/2009/10/13/aumingja-utrasin-
haefileikafolkid-aumingja-island/, sótt 14. október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 136