Saga - 2009, Qupperneq 137
afsakanir ykkar, sjáum við úr fjarska hrokafulla, sjálfsupptekna,
raunveruleikafirrta litla þjóð veltandi sér upp úr nýjustu lyg-
inni sinni.71
Alexandra lýkur máli sínu með því að segja Íslendinga hafa glatað
trausti útlendinga og að þeir muni aldrei ávinna sér það aftur.
Ýmir hnökrar eru á röksemdafærslu Alexöndru, svo sem hinn
skarpi munur sem hún gerir á glæpsamlegum Íslendingum og út-
lendum fórnarlömbum og svo það hvernig hún dregur alla Íslend-
inga til persónulegrar ábyrgðar á fjármálahruninu. Færa má fyrir því
rök að sem þjóð beri Íslendingar allir sem einn ábyrgð á mistökum
þjóðkjörinna fulltrúa sinna, en rangt væri þó að segja að þeir hafi allir
sem einn stutt ábyrgðarlausan lífsstíl útrásaráranna. Hún kýs einnig
vogun vinnur … 137
71 Þýð. Íris erlingsdóttir. Upprunalega bréfið, sem ritað er á ensku og birtist á Iceland
Weather Report, er svar við grein Öldu Sigmundsdóttur „Are the Uk and Holland
standing in the way of Iceland seeking its legal rights?“. Sjá Vef. http://ice -
landweatherreport.com/2009/10/are-the-uk-and-holland-standing-in-the-way-
of-iceland-seeking-its-legal-rights.html#comments, sótt 18. október 2009:
Iceland’s thieving bankers, in collusion with Iceland’s corrupt govern-
ment, elected by the complicit Icelandic people, abetted by the worthless
Icelandic media, and pimped by the amoral Icelandic President, stole bil-
lions from other nations. your collective efforts (yes, collective, because
despite your claims to the contrary, all of you were involved) destroyed
lives and bankrupted charities that once provided relief for the poor, the
indigent, and the disabled. one year after the fact we have yet to see a
single word of apology, or contrition, or remorse. Instead we get whining,
complaining, and protestations of innocence. your criminals and their ena-
blers still manage your banks, run your media, sit in your government.
… We, the victims of your crimes, may not be the smartest, the hippest,
the wealthiest, the most beautiful people on earth, (as Icelanders so often
claim to be). But we have our ethics. We value modesty and we honor
truth. And as we read your excuses we see, from afar, an arrogant, self-
absorbed, deluded little nation, wallowing in their latest lie. you have lost
our trust. you will never win it back.
Ýmsir þeir útlendingar sem taka þátt í umræðunni á Iceland Weather Report
þekkja vel til Íslands og virðast hafa dvalið hér lengri eða skemmri tíma. Svo
til allir taka þeir undir skoðun Alexöndru og segjast ekki hafa orðið varir við
nokkra mótspyrnu á góðæristímabilinu. John Hopkins segir t.d.: „I agree (with
Alexandra) that the victim-posing is morally repugnant (having lived in Iceland
during David’s reign, I heard no real resistance to the material increase in ma-
terial wealth despite the financing of it all was easily understood to be, literally,
baseless, and people were living way beyond their means starting as early as
1995)“. Undir þessi orð taka t.d. „Frederic“ og „Berit“.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 137