Saga - 2009, Page 139
tilvikum. Til að mynda tapaði exista 206 milljörðum og Straumur
fjárfestingabanki 105 milljörðum á árinu 2008.75
Það vekur einnig athygli að enginn stóru útrásarvíkinganna virðist
hafa fylgt ábyrgri fjárfestingarstefnu og hlýtur það að teljast dapur-
legur vitnisburður um hugarfarið sem ríkti á Íslandi síðustu árin fyrir
hrun.76
Upphaf og endir í skáldlegu ljósi
„Stundum hefur því verið haldið fram að endalokin séu eini mæli-
kvarðinn sem leggja má á lífshlaup einstaklingsins. Það væri vissu-
lega þyngra en tárum taki ef hinn mikli árangur sem hlaust af skap-
andi ofvirkni rúmlega tveggja áratuga yrði veginn og metinn í ljósi
algjörs hruns íslenska fjármálakerfisins 2008“.77 Þessi orð Ásgeirs
Jónssonar, sem vitnað var til í upphafi þessarar greinar, fela í sér
spurningu um orsakasamhengi, um tengsl upphafs og endis. Þau
vekja þá spurningu hvort í upphafinu skuli endinn skoða, hvort end-
irinn búi í sjálfu upphafinu? Í orðunum má greina þá ósk að að ferða -
fræðin sem sérfræðingar af ýmsu tagi beita þegar kemur að því að
greina áratug uppvaxtar og uppbyggingar á Íslandi verði ekki mótuð
af hugmyndinni um óumflýjanlegt hrun.
Áhyggjur Ásgeirs eru skiljanlegar því að sú hætta er vissulega
fyrir hendi að dómur sögunnar verði þungur. eru uppgangsárin hluti
af sögu hrunsins, eða verður að skilja á milli þeirra og hnignunar-
skeiðsins, eins og Ásgeir reynir að gera í verki sínu? Fór útrásin
vogun vinnur … 139
75 Sjá Vef. „exista tapaði 206 milljörðum króna“, 19. október 2009, http://
www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/10/19/exista_tapadi_206_
milljordum/; og „Straumur tapaði 105 milljörðum“, 4. febrúar 2009,
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/04/tap_straums_105_
milljardar_kr/, sótt 20. október 2009.
76 Þeir sem fylgdu ábyrgari stefnu fengu minni athygli á útrásartímabilinu. Auður
Capital, sem rekið er af konum, er dæmi um íslenskt fjármálafyrirtæki þar sem
varfærinni fjárfestingastefnu var fylgt og því stóð fyrirtækið traustum fótum
eftir íslenska fjármálahrunið. Þar er mikið lagt upp úr samfélagslegri og
siðferðilegri ábyrgð, en stjórnendur fyrirtækisins hafna „því viðhorfi að velja
þurfi á milli fjárhagslegrar arðsemi og samfélagslegs ávinnings“ og telja að
„það felist fjárhagslegur ávinningur í því að taka samfélagslega ábyrgð“. Vef.
http://www.audurcapital.is/um-audi/hugmyndafraedin/, sótt 23. október
2009. Rétt eins og útrásarvíkingarnir sækja eigendur fyrirtækisins þó nafn þess
til íslenskra miðaldabókmennta, til Auðar djúpúðgu.
77 Ásgeir Jónsson, Why Iceland?, bls. 112.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 139