Saga - 2009, Síða 142
þó svo að Hannes Hólmsteinn geri það. Það er ekki síst vegna þess að
í þeirri orðræðu má merkja þá sjálfsmyndarbrenglun sem kom Ís-
lendingum í ógöngur til að byrja með. Því er heldur ekki að neita að
í oflæti helstu þátttakenda býr gjarnan grátbrosleg blinda sem opin-
beraðist rækilega eftir hrunið. Í áðurnefndu viðtali Örnu Schram við
athafnamanninn Hannes Smárason rekur hann árangur Íslendinga
m.a. til reynsluleysis ungu kynslóðarinnar:
Ég held líka að við höfum aldrei áttað okkur á því hvað við erum
í raun og veru lítil. Við erum barnaleg að því leyti. Það hefði
engum dottið í hug að gera þessa hluti, sem við erum að gera, nema
fólki sem veit engan veginn hvað það er að fara út í.86
Svipað má víða lesa út úr írónískum lýsingum Ármanns Þorvaldssonar,
sem játar að hafa ekkert kunnað í alþjóðlegum bankaviðskiptum um
það leyti sem kaupþingsmenn hófu útrásina. Svo lítið vissi hann um
það sem honum var falið að gera að hann þurfti að senda dönskum
kollegum sínum 17 síðna spurningabréf vegna hefðbundinna ákvæða
í lánasamningi þegar kaupþing hafði milligöngu um lán frá litlum
dönskum banka á Jótlandi til Akranesbæjar. Ármann hafði aldrei séð
lánasamning áður en fékk þrátt fyrir það verkefnið í hendur, en eng-
inn banki „hafði verið nógu vitlaus til að lána [Ármanni] peninga“
þegar hér var komið sögu.87 Það átti því miður allt eftir að breytast.
Páll Baldvin Baldvinsson greinir Ævintýraeyjuna rétt þegar hann
segir að söguhetjan sýni enga eftirsjá þrátt fyrir að þúsundir Íslend-
inga hafi treyst Ármanni og félögum hans fyrir fé sínu og margir
tapað öllu:
Hann stillir sér reyndar upp sem ævintýramanni, einhvers konar
kolbít sem rís úr öskustó og ríður til kóngshallar á sinni Lödu,
einhvers konar Hans klaufi sem fær hluta veldisins að lokum.
Allur framgangur bankans og hans sjálfs er útskýrður á nótum
hins persónulega: hreyfiafl sögunnar eru einstaklingar, sumir of-
urmenni, eins og Davíð oddsson. og í þeirri lífssýn hrappsins, þess
sem grípur hlutinn, tækifærið, er framgangur kaupþings skýrður.
… Það er yfir allri frásögn Ármanns tónn sem minnir á hið sí-
gilda fyrirbæri heimsbókmenntanna: hinn raupsama riddara.88
guðni elísson142
86 Arna Schram, „Spútnik Íslands“, bls. 33. Ég fjalla sérstaklega um írónískar
víddir hrunsins í Guðni elísson, „Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf“.
87 Ármann Þorvaldsson, Ævintýraeyjan, bls. 40.
88 Páll Baldvin Baldvinsson, „Hrun frá sjónarhóli dansarans“, Fréttablaðið 8. okt -
óber 2009, bls. 40.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 142