Saga - 2009, Page 144
Sama íróníska tóninn má víða merkja í fréttaflutningi erlendra
fjölmiðlamanna. Þeir grípa til háðulegs myndmáls,91 eða setja út-
rásina í hlægilegt samhengi.92 Meira að segja nánasta frændþjóð Ís-
lendinga tók þátt í gríninu. Aðeins fjórum dögum eftir efnahags-
hrunið birtist frétt þess efnis að danska Ekstrabladet hefði skopast að
neyð Íslendinga með því að hefja „söfnun handa bágstaddri þjóð í
norðri fyrir framan Magasin Du Nord, eitt útrásarvígi Íslands“.93 Í
könnun sem blaðið lét gera þegar það var gagnrýnt fyrir grínið kom
í ljós að tæplega sextíu prósent lesenda þess töldu að Íslendingar
ættu ekki að fá neina hjálp. Þegar Poul Madsen, aðalritstjóri blaðsins,
var spurður út í þessi viðbrögð lesendanna sagði hann:
Ég finn mikið til með Íslendingum á þessum tímum og finnst
sjálfur að við ættum að leggja okkar af mörkum. en mín til-
finning er sú að danska þjóðarsálin sé ekki á sama máli. Þeim
finnst útrásin ykkar hafa verið blaðra sem nú sé sprungin og að
Dönum beri engar skyldur til þess að hjálpa. Þið hafi[ð] keypt
mörg þekkt dönsk vörumerki en nú komi í ljós að engin inni -
stæða sé fyrir þeim. Þetta sé því alfarið ykkur sjálfum að kenna
og þar af leiðandi ykkar vandamál. … Við fylgjumst grannt með
gangi mála á Íslandi og vitum vel að ástandið er ekki gott. okkur
fannst hins vegar að það mætti einnig reyna að brosa í gegnum
þetta og vildum leggja okkar af mörkum til þess … Húmorinn
er jú erfiður við að eiga á stundum eins og þessum.94
Í íróníu segja menn venjulega eitt en meina annað. Sú merking sem
undir liggur kallast þá á skoplegan hátt á við yfirborðsmerkinguna.
ef mælandinn er sér ekki meðvitandi um undirtóninn er hætt við að
írónían beinist fyrst og fremst að honum sjálfum. Slíkt reynist nánast
alltaf vera tilfellið ef tíminn opinberar hinn íróníska merkingarauka,
viðbótarmerkingu sem áður var hulin en blasir nú við og þurrkar
guðni elísson144
91 Vef. Sarah Haines, „Iceland exposed: How a whole nation went down the toi-
let“, 1. október 2009, http://women.timesonline.co.uk/tol/life_and_style/wo-
men/the_way_we_live/article6855928.ece, sótt 2. október 2009.
92 Vef. Valur Grettisson, „Íslendingar trúðu á endalausa uppsveiflu – en þeir trúa
líka á álfa“, 3. september 2009, http://www.visir.is/article/20090902/FReTTIR01/
451112552. Sjá einnig, Liz Hayes, „Frozen Assets“, 27. ágúst 2009, http://six-
tyminutes.ninemsn.com.au/stories/855189/frozen-assets, sótt 27. október 2009.
Hayes ræðir einnig við Stefán Álfsson, sjómanninn sem gerðist verðbréfamiðlari.
93 Vef. „Dönum stendur á sama um íslenska frændur sína“, Fréttablaðið 10. októ-
ber 2008, http://www.visir.is/article/20081010/LIFID01/107219027/1091, sótt
10. október 2008.
94 Sama heimild.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 144