Saga - 2009, Síða 150
með sína óhemju löngu innganga og torræða stafsetningu. Miklar
ritraðir margra texta, svo sem útgáfur Svarts á hvítu og Máls og
menn ingar á Íslendingasögum, Heimskringlu, Sturlungu og Grágás,
fara ekki vel í hendi og gæðum er oftar en ekki ábótavant þegar stuðst
er við eldri útgáfur án gagnrýni eða handritum blandað saman.
Textinn verður því misgóður og óöruggur í þeim skilningi að lesandi
veit ekki nógu mikið um tilurð hans og samsetningu. Það á enn frekar
við fjölbinda ritraðir fornaldarsagna og riddarasagna frá fimmta og
sjötta áratug síðustu aldar sem hafa verið endurprentaðar nokkrum
sinnum.
Ýmist torvelda umbúnaður eða efnistök þessara bóka yndislestur,
nema hvort tveggja sé, og skyggja á frásagnir miðalda. Þær þarf því
að gefa út að nýju. Innblástur um markmið og verðlag má sækja í
útgáfur Valdimars Ásmundssonar á fornaldarsögum, Íslendinga-
sögum og fleiru á kostnað Sigurðar kristjánssonar bóksala árin
1886–1901, þar sem ætlunin var „að gefa út allar Íslendinga sögur í
ódýrum alþýðuútgáfum“ og „að sú útgáfu-röð af öllum Íslendinga
sögum, sem byrjar á þessari bók, verði svo ódýr, að allur þorri al-
mennings geti keypt hana“.6 Stafsetning er samræmd að mestu og
höfð nokkuð fornleg, sem ekki er eftirbreytni vert. Sitthvað mætti
sækja til ritraðarinnar Samfund til udgivelse af gammel nordisk litte-
ratur (STUAGNL), sem kom út í tugum binda í kaupmannahöfn ára-
bilið 1880–1956 og lengi með Finn Jónsson prófessor í fararbroddi.
eitt ritverk eða handrit eru þar í hverju bindi og lengri textar í allt
að þremur, en stafsetning látin fara sem næst handritum en sam-
ræmd þó. Þriðja uppspretta innblásturs væri umræða um nútíma-
lega stafsetningu í útgáfum fornrita sem farið hefur fram allra síðustu
ár með áðurnefndan Harald Bernharðsson í lykilhlutverki.7 Sú vinna
byggist á og birtist í nokkrum útgáfum við alþýðu hæfi og er rétt að
nefna frumkvöðulsframtak Ólafs Halldórssonar, sem árin 1967 og
1969 gaf út Færeyinga sögu og Jómsvíkinga sögu. Þar er reyndar ekki
gert nóg af því að sýna ólíkan texta í merkustu handritum, en aðferð
már jónsson150
6 Íslendingabók, er skrifað hefir Ari Þorgilsson, og Landnámabók. Útg. Valdimar Ás-
mundsson (Reykjavík: Sigurður kristjánsson 1909), bls. iii–iv (fyrsta útgáfa 1891).
7 Haraldur Bernharðsson, „Málfar og stafsetning“, Jónsbók. Lögbók Íslendinga. Útg.
Már Jónsson. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 8 (Reykjavík: Háskólaútgáfan
2004), bls. 55–74; sami, „Samræmt nútímamál á fornum heimildum“, bls. 181–197;
sbr. Guðvarður Már Gunnlaugsson, „Stafrétt eða samræmt? Um fræðilegar útgáfur
og notendur þeirra“, Gripla 14 (2003), bls. 197–235. — Jóhannes Bjarni Sigtryggsson,
„Hugleiðingar um stafréttar uppskriftir“, Gripla 16 (2005), bls. 265–286.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 150