Saga - 2009, Side 156
lausi“ eða „karlinn skegglausi“ og hvort Flosi vill ríða til Bergþórshvols
fyrir náttmál eða fyrir matmál.25 Þannig mætti lengur telja.
Fáir lesa útgáfuna 1875 og enn færri handritin sjálf eða ljósmyndir
af þeim. Líklega eru útgáfur einars Ólafs og Svarts á hvítu mest
notaðar, með skólaútgáfum sem byggjast á þeim. Við eigum betra
skilið og handritin eiga betra skilið. Hægt væri að gefa Njáls sögu út
í tíu bindum, með eitt handrit undir í hverju þeirra eða nokkur brot.
Það yrði þó einum of sundurlaust og fjögur bindi væru heppilegri
úrlausn með Reykjabók og kálfalækjarbók (AM 133 fol.) í einu,
Gráskinnu (GkS 2870 4to) og Möðruvallabók í öðru, en Skafinskinnu
(GkS 2868 4to) og oddabók (AM 466 4to) í þriðja með Bæjarbók (AM
309 4to), Sveinsbók (GkS 3269 4to) og önnur enn minni brot (AM
162 B fol.) í því fjórða. ekki er tóm að orðlengja um þetta hér en það
á við um þessa sögu og ýmsar aðrar sögur að texti allra skinnhand-
rita verðskuldar að birtast á prenti og yngri afrita ef þau vitanlega
eru skrifuð eftir glötuðum handritum eldri. Við frágang texta sem
ekki eru jafn vinsælir eða minna þekktir þarf að skilgreina meðalhóf
sem grundvallast á skynsamlegu og rökstyðjanlegu mati á því hve-
nær orðamunur skiptir máli. Langir textar á borð við karlamagnús
sögu, Þiðreks sögu af Bern, Stjórn og Ólafs sögu helga koma varla
nokkurn tíma út í mörgum gerðum, en auðveldara væri um vik með
styttri texta á borð við Bárðar sögu Snæfellsáss og Víga Glúms sögu
eða ýkjusögur á borð við Högna sögu og Héðins eða Sörla sögu sterka.
ekki er hægt að fylgja almennum og því síður algildum reglum heldur
þarf að meta hverja sögu fyrir sig. Þá texta sem til verða eftir til-
teknum handritum mætti vinna áfram í stafréttar og bandréttar útgáfur
á veraldarvef, séu þeir ekki tiltækir fyrir, eða þá að þetta yrði gert
samtímis og jafnvel fleiri gerðir birtar á vef heldur en á bók. Stafsetning
prentaðrar útgáfu yrði með nútíðar rithætti, inngangur hóflegur og
skýringargreinar sömuleiðis um söguna, textann og varðveisluna,
en útskýringar á orðamun og afbrigðum eftir atvikum neðanmáls.
yrði úr því áformi sem hér er lýst, í einhverjum mæli, hefði það þær
afleiðingar að þjóðinni stæðu framvegis til boða frábærir söguþræðir
og setningar úr fjölbreyttri flóru frásagna frá miðöldum, sem margar
hverjar eru ókunnar flestum. Nægir að nefna erex sögu, þar sem lýst
er múr er á voru „margar stengur og þar á manna höfuð, með þeim
smyrslum smurð að aldrei máttu fúna“, og Páls sögu eremíta sem
útmálar píslarvættisdauða margfaldlega kvalins manns sem var
már jónsson156
25 Sama heimild, bls. 639 og 656 (kaflar 123 og 128).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 156