Saga - 2009, Page 158
Saga XLVII:2 (2009), bls. 158–174.
guðmundur hálfdanarson
Hver erum við?
Um „okkur“, „hin“, Icesave og ábyrgð þjóðar
„Við erum enn að spyrja okkur lykilspurninga varðandi þetta mál“,
varð blaðamanni nokkrum að orði í útvarpsþætti í síðastliðnum sept-
embermánuði. Í þættinum voru fréttir liðinnar viku gerðar upp og
þar með auðvitað eitt helsta hitamál þessa árs, afgreiðsla og aðdrag-
andi svokallaðs Icesave-samnings Íslendinga við Breta og Hollendinga.
Sagðist blaðamaðurinn vera verulega óánægður með tilurð hans:
„Að við séum látin taka þennan pakka og við virðumst aldrei hafa
náð að leiða þessar viðræður eða búa okkur til vígstöðu sem var skilj-
anleg og maður spyr sig ennþá: af hverju vorum við í raun og veru
að ganga fram og taka þennan reikning?“1 Þessar skoðanir þurfa
ekki að koma á óvart, því að fáir Íslendingar eru ánægðir með að
vera dregnir til ábyrgðar á skuldum fallins einkabanka. Það sem vakti
athygli mína var því ekki endilega inntak orðanna, heldur frekar
hvernig blaðamaðurinn orðaði óánægju sína, og þá ekki síst hvernig
hann notaði persónufornafnið í fyrstu persónu fleirtölu.
Skilgreining hugtaksins „við“ er lykilatriði í pólitískri umræðu,
því að með afmörkun „okkar“ ákvarðar fólk hvaða hópi það telur
sig — og telst af öðrum — tilheyra og fyrir hönd — eða til — hverra
það talar hverju sinni. Afmörkun slíkra hópa er þó sjaldan mjög af -
dráttarlaus eða endanleg, því að flestir einstaklingar tilheyra mörgum
hópum í senn og það fer eftir samhengi hvers máls hvar línur eru
dregnar á milli „okkar“ og „hinna“. Stundum höfum við frjálst val
í þessum efnum, getum skipt um „lið“ og sagt okkur úr félögum eða
flokkum að vild, án verulegra erfiðleika eða eftirmála, en í öðrum
tilvikum er málið öllu flóknara. Það á ekki síst við ef að gangur að
þeim hópum sem við teljumst — eða viljum — tilheyra er takmarkaður
eða ef fólk er nær því skyldað til aðildar í einhverjum til teknum hópi.
Gott dæmi um hið síðasttalda eru þjóðir. Að sumu leyti eru þær frekar
óljós og nánast valfrjáls fyrirbæri, því að erfitt er að neyða nokkurn
1 Viðmælandinn var Sigurður Már Jónsson, þáverandi blaðamaður Viðskiptablaðsins,
en orðin féllu í þættinum „Vikulokin“, 19. september 2009. Vef. http://dagskra.
ruv.is/ras1/4493346/2009/09/19/, sótt 2. október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 158