Saga - 2009, Side 160
samt varpa þær áhugaverðu ljósi á orðræðuhefð í íslenskri þjóðmála-
umræðu, sérstaklega þegar kemur að samskiptum Íslendinga við
aðrar þjóðir. Hvernig eru línur dregnar á milli „okkar“ og „hinna“, og
hvernig mótar afstaðan til „hinna“ sýn landsmanna á samfélagslegar
skyldur sínar og réttarstöðu? og hvernig getum við skýrt það að
skoð anir „okkar“ á umræddum lánasamningi og ástæðum hans
stangast svo illilega á við hugmyndir ráðamanna í nágrannlönd-
unum um sömu hluti? Ávallt er gagnlegt að spyrja sig slíkra spurn-
inga en það er nauðsynlegt nú þegar þjóðin tekst á við samfélags-
legt og pólitískt gjaldþrot, því að um leið og lausn Icesave-deilunnar
er stefnumótandi fyrir það hvernig unnið verður úr þeim fjárhags-
legu hremmingum sem þjóðin hefur lent í (eða kallað yfir sig) að
undanförnu, þá tengist hún einnig spurningunni um það hvernig Ís-
lendingar ætla að staðsetja sig í heiminum í framtíðinni.
Við og hinir
eitt einkenni Icesave-deilunnar á Íslandi er sú tilhneiging að líta á
hana sem stríð „okkar“ við óbilgjarnar stórþjóðir og alþjóðastofn-
anir sem neyta aflsmunar í samskiptum sínum við smáþjóð. „okkur
líkar ekki“, sagði t.a.m. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri -
hreyf ingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra,
skömmu eftir að hann sagði af sér ráðherradómi vegna óánægju með
stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu, „þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
og evrópusambandið ganga erinda breskra og hollenskra stjórnvalda
og neyða okkur að borga umfram það sem okkur ber skylda til“.4
Annar fyrrverandi ráðherra, einar k. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf -
stæðisflokksins, hefur á svipaðan hátt efast um heilindi stjórnvalda
vinaþjóða Íslendinga í þessu máli, því að honum sýnast þær allar
hafa svikið Íslendinga á ögurstundu: „Þau telja að okkur beri greiðslu-
skylda og voru reiðubúin til þess að beita okkur hörðu til þess að
sveigja okkur til að fallast á þá skoðun sína. Þar var engum vinum
að mæta; þvert á móti. Það var ljóst að þessar þjóðir beittu meðal
annars áhrifum sínum innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að
beygja okkur undir þessa skoðun sína.“5 Stundum verður málflutn-
ingurinn ennþá dramatískari, eins og lesa má í pistli Bjarna Harðarsonar,
fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, á fréttavefnum AMX:
guðmundur hálfdanarson160
4 „Fé kúgað út úr Íslandi“, Morgunblaðið 3. okt. 2009, bls. 2.
5 Vef. einar k. Guðfinnsson, „Afstaða okkar til Icesavemálsins“, fréttaskýringavefur-
inn AMX, 1. sept. 2009, http://www.amx.is/pistlar/9281/, sótt 5. október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 160