Saga - 2009, Qupperneq 161
„Um aldir hafa breskir, hollenskir og aðrir evrópskir nýlenduherrar
farið um lönd annarra þjóða með þeim yfirgangi að oft hefur tekið
kynslóðir fyrir þjóðir að jafna sig eftir þær heimsóknir … Þá hafa
evrópskir togarar þurrkað upp fiskimið fjarlægra þjóða, evrópskar
sprengiflugvélar lagt heimili fjarlægra íbúa jarðar í rúst, nú síðast í
Írak.“6
Þegar litið er á málið með þessum hætti verður niðurstaðan nokk-
urn veginn gefin, enda er það skylda hvers þjóðholls manns að láta
hvergi undan síga þegar að „okkur“ er vegið. Að mörgu leyti hljóma
þessi rök býsna kunnuglega, því að Íslendingar hafa lengi haft til-
hneigingu til að túlka utanríkismál sín sem þrotlausa baráttu við er-
lend öfl — sem eilífa sjálfstæðisbaráttu. Þetta skýringarlíkan var
notað með ágætum árangri af andstæðingum Atlantshafsbandalagsins
og bandaríska hersins í kalda stríðinu,7 af fólki úr öllum flokkum í
þorskastríðunum,8 andstæðingum erlendra fjárfestinga í stóriðju á
7. og 8. áratugnum9 og því hefur óspart verið beitt í kjölfar banka-
hrunsins. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld var það einkum fólk
á vinstri kantinum sem sótti vopn í þessa smiðju, enda tengdust
meintir óvinir þá yfirleitt Bandaríkjunum eða alþjóðlegum auðhringum.
Frá falli Berlínarmúrsins hefur sviðið opnast á ný fyrir stjórnmála-
menn í öllum regnbogans litum, þannig að líkingamál sjálfstæðis-
baráttunnar heyrist nú jafnt frá mönnum á vinstri og hægri væng
stjórnmálanna. „Þetta eru einhver hryllilegustu mistök í samningsgerð
sem hafa verið gerð frá því árið 1262“, sagði t.a.m. Davíð oddsson
um Icesave-samninginn í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins
snemma í júlímánuði 2009,10 og þar með var ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur dregin í dilk með höfðingjum 13. aldar sem sömdu
hver erum við? 161
6 Vef. Bjarni Harðarson, „Af hverju skrifar Ísland upp á Icesave?“, frétta skýr inga -
vefurinn AMX 27. ágúst 2009, http://www.amx.is/pistlar/9184/, sótt 5. októ -
ber 2009.
7 Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1996)
og Uppgjör við umheiminn. Íslensk þjóðernishyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan
(Reykjavík: Vaka-Helgafell 2001).
8 Guðni Th. Jóhannesson, „Þorskastríðin. Barátta við erlenda fjandmenn og inn-
lendar goðsagnir“, Skírnir 182 (haust 2008), bls. 456–471.
9 Guðmundur Hálfdanarson, „Hver á sér fegra föðurland. Staða náttúrunnar í
íslenskri þjóðernisvitund“, Skírnir 173 (haust 1999), bls. 304–336.
10 „Ætla að dæma þjóðina til ævarandi fátæktar“, Morgunblaðið 5. júlí 2009, bls.
14. Þór Saari, þá þingmaður Borgarahreyfingarinnar, lét svipuð ummæli falla
í fréttum Ríkisútvarpsins í júlí sl. Vef. Útvarpsfréttir kl. 18, 23. júlí 2009, „Stjórnar -
andstaðan hafnar Icesave“, http://dagskra.ruv.is/ras1/4463187/2009/07/23/3/,
sótt 7. ágúst 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 161