Saga - 2009, Blaðsíða 163
fjöllun Jóns frá árinu 1842 um Alþingi, en þar er rætt um það hvernig
Íslendingar ættu að bregðast við ef landið yrði hertekið:
Látum oss ímynda oss að vér yrðum fyrir árásum útlendrar
þjóðar, og hún tæki sér nokkra staði í landinu og byggi þar um
sig meir og meir; ættum vér þá að horfa á meðan hún væri að
því og sitja aðgjörðarlausir? eða ættum vér að koma saman á
eyðimörku langt uppi í landi og halda þar samkomur og skemmta
oss og forðast að koma nærri fjandmönnunum, þangað til þeir
væru orðnir svo rammir að vér gætum ekkert aðhafzt?15
Þessi ummæli urðu Þjóðviljahöfundinum tilefni harðrar gagnrýni á
dvöl bandarísks hers í landinu. „Í dag býr þjóðin við þær aðstæður
sem Jón Sigurðsson lýsti fyrir rúmri öld“, skrifaði hann. „Útlend þjóð
hefur gert árás á Íslendinga, hún hefur tekið sér nokkra staði í land-
inu og býr þar um sig meir og meir.“ Brýndi höfundur þjóðina til
dáða: „eigum við að láta eins og ekkert hafi gerzt, flýja af hólmi og una
við fánýt viðfangsefni þar til árásarþjóðin hefur bundið íslenzku
sjálfsforræði þann endahnút sem aldrei mun rakna? Svarið kemur
frá Jóni Sigurðssyni, frá hinni látlausu, óþreytanlegu sjálfstæðisbar-
áttu hans og kristallast í kjörorði ævi hans: eigi víkja.“ Höfundurinn
gekk út frá því að hernámið myndi „hafa áhrif á daglegt líf hvers
ein asta manns“, en gegn slíkum áhrifum gætu landsmenn helst brynj -
að sig með því að „beita vopnum andans, menningu sinni, þjóðlegum
metnaði og sívaxandi samheldni og einingu um réttindi sín“. Gegn
ofureflinu gat vopnlaus þjóð þó aðeins barist með samstöðu og still-
ingu, og því bar „hverjum Íslendingi að sýna köldustu kurteisi“ í
samskiptum sínum við bandaríska herinn „og forðast alla þá sambúð
sem ekki er alveg óhjákvæmileg. enginn Íslendingur með virðingu fyrir
sjálfum sér eyðir frítímum sínum í hópi árásarhermanna, skemmtir
sér með þeim eða talar við þá.“16
Athyglisvert er að sjá hér hvernig greinarhöfundur sníður mál-
flutning Jóns Sigurðssonar að röksemdum sínum, því að ef lesið er ögn
lengra í grein forsetans kemur í ljós að hann dró allt aðrar niðurstöður
en Þjóðviljahöfundurinn af dvöl útlendinga í landi „voru“:
og nú er ekki hjá oss að gjöra ráð fyrir slíku, þareð Danir búa
ekki í landi voru sem fjandmenn, heldur sem vinir vorir og
bræður, sem geta kennt oss mart og orðið oss að enu mesta gagni,
hver erum við? 163
15 „Þjóðfylking um sjálfstæðið. Viðnámsbarátta Íslendinga“, Þjóðviljinn 17. júní
1951, bls. 5. Tilvitnunin er tekin úr Jón Sigurðsson, „Um alþíng“, Ný félagsrit 2
(1842), bls. 60.
16 „Þjóðfylking um sjálfstæðið. Viðnámsbarátta Íslendinga“, bls. 5.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 163