Saga - 2009, Page 164
ef vér ekki af einþykkni vorri og þverhöfðaskap forðumst þá,
og með deyfð og ómennsku og virðingarleysi á sjálfum oss erum
orsök til, að þeir kasta á oss óvirðing og taka af oss ráðin, þegar
vér nennum ekki að hafa þau á höndum sjálfir, eða gæta réttar
vors.17
Að mati Jóns Sigurðssonar átti því ekki að líta á útlendingana á Ís -
landi sem fjandmenn heldur vini þjóðarinnar, og hann hvatti Ís-
lendinga til að hafa eins mikil samskipti við þá og unnt var, því að
af þeim gætu landsmenn lært nýja siði sem efldu djörfung og hug
með þjóðinni. Takmarkið var auðvitað fullt sjálfstæði Íslendinga, en
það fékkst ekki með einangrun, eða með því að leita til fortíðar að
fyrirmyndum fyrir framtíðina, heldur með nánum og fjölþættum
samskiptum við umheiminn.
Textatúlkun Þjóðviljahöfundarins var greinilega mótuð af fyrir-
framgefnum hugmyndum hans um þjóðhetjuna, því að hann notar
orð Jóns Sigurðssonar til að eggja landsmenn til þess að einangra út-
lendingana á Íslandi, loka þá eiginlega í sinni eigin „eyðimörku“. Þar
var gengið út frá því að íslenskri menningu stafaði bráð hætta af hvers
konar samskiptum við erlenda hermenn: „Tungan verður í hættu,
þjóðlegar bókmenntir heyja baráttu við bandarísk hasarblöð og sorp -
kvikmyndir, sérstaklega verður reynt að halda bandarískum afsiðunar -
áhrifum að æskulýðnum“, ályktaði hann. Taldi höfundurinn einnig
auðsýnt að gæta yrði að öllum réttindum Íslendinga í samskiptum
við útlendingana „því sem ágengni hernámsliðsins vex er hætt við
að tilfinning almennings fyrir sjálfsögðum réttindum sínum sljóvg-
ist“.18 Af orðum Jóns Sigurðssonar sjálfs má ráða að hann óttaðist
ekki slíkt, þvert á móti, enda var grein hans einmitt skrifuð til stuðnings
þeirri óvinsælu skoðun hans að Alþingi ætti að halda í „hálfdönskum
bæ“ fremur en í hjarta íslenskrar þjóðarvitundar, á Þingvöllum.
Af þessu dæmi sést hversu flókin samræðan á milli nútíðar og
fortíðar getur verið, því að um leið og hugmyndir um söguna móta
skilning okkar á samtímanum þá mótar samtíminn skilning manna á sög-
unni. Hér skipta staðreyndir ekki öllu máli — t.d. stendur flestum greini-
lega alveg á sama hvort sá Gamli sáttmáli sem við þekkjum nú er raun-
verulega frá síðari hluta 13. aldar eða hvort hann var síðari tíma fölsun19
guðmundur hálfdanarson164
17 Jón Sigurðsson, „Um alþíng“, bls. 60.
18 „Þjóðfylking um sjálfstæðið. Viðnámsbarátta Íslendinga“, bls. 5.
19 Hér má benda á áhugaverðar hugmyndir Patriciu Boulhousa um uppruna
„Gamla sáttmála“, í P. Boulhousa, Gamli sáttmáli. Tilurð og tilgangur (Reykjavík:
Sögufélag 2006).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 164